Krísufundur hjá flugfreyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 14:51 Flugfreyjur funda nú í höfuðstöðvum FFÍ í Kópavogi. Vísir/friðrik Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. Þungt hljóð er í félagsmönnum eftir að Icelandair tilkynnti um uppsögn allra flugfreyja og þjóna félagsins, þess hefur t.a.m. verið óskað að sett verði upp áfallamiðstöð þangað sem félagsmenn geti sótt stuðning. Engin formleg viðbrögð hafa fengist frá Flugfreyjufélaginu síðan Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína klukkan 13:30. Um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí en í dag sagði Icelandair upp þeim 38 flugfreyjum og flugþjónum sem ekki voru fyrir á uppsögn. Áfram flugfreyjur hjá félaginu Icelandair segist nú ætla að leita til annars íslensks stéttarfélags um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Með þessu segist flugfélagið þó ekki vera að leggja starfsheitinu flugfreyjur og þjónar - „Nei, en öryggis- og þjónustuliði er hið opinbera orð sem notað er í íslensku regluverki,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Hlutverk öryggis- og þjónustuliða verður fyrst og fremst að passa öryggið um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki. Flugmenn Icelandair munu ganga í þessi störf þangað til að Icelandair hefur samið við annað stéttarfélag. Icelandair segist geta leitað til „þónokkurra“ stéttarfélaga en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hver það verður. Sem fyrr segir funda flugfreyjur nú í Kópavogi. Fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá starfandi formanni FFÍ, Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, en ekki hefur náðst á hana. Ljóst er að ákvörðun Icelandair hefur verið mörgum þeirra þungbær og hefur verið kallað eftir því, í lokuðum Facebook-hóp FFÍ, að sett verði á laggirnar úrræði þangað sem félagsmenn geta leitað eftir stuðningi. „Þvílíkt áfall, sorg, reiði og óvirðing í okkar garð,“ skrifar einn félagsmaður eftir tíðindi dagsins. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. Þungt hljóð er í félagsmönnum eftir að Icelandair tilkynnti um uppsögn allra flugfreyja og þjóna félagsins, þess hefur t.a.m. verið óskað að sett verði upp áfallamiðstöð þangað sem félagsmenn geti sótt stuðning. Engin formleg viðbrögð hafa fengist frá Flugfreyjufélaginu síðan Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína klukkan 13:30. Um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí en í dag sagði Icelandair upp þeim 38 flugfreyjum og flugþjónum sem ekki voru fyrir á uppsögn. Áfram flugfreyjur hjá félaginu Icelandair segist nú ætla að leita til annars íslensks stéttarfélags um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Með þessu segist flugfélagið þó ekki vera að leggja starfsheitinu flugfreyjur og þjónar - „Nei, en öryggis- og þjónustuliði er hið opinbera orð sem notað er í íslensku regluverki,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Hlutverk öryggis- og þjónustuliða verður fyrst og fremst að passa öryggið um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki. Flugmenn Icelandair munu ganga í þessi störf þangað til að Icelandair hefur samið við annað stéttarfélag. Icelandair segist geta leitað til „þónokkurra“ stéttarfélaga en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hver það verður. Sem fyrr segir funda flugfreyjur nú í Kópavogi. Fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá starfandi formanni FFÍ, Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, en ekki hefur náðst á hana. Ljóst er að ákvörðun Icelandair hefur verið mörgum þeirra þungbær og hefur verið kallað eftir því, í lokuðum Facebook-hóp FFÍ, að sett verði á laggirnar úrræði þangað sem félagsmenn geta leitað eftir stuðningi. „Þvílíkt áfall, sorg, reiði og óvirðing í okkar garð,“ skrifar einn félagsmaður eftir tíðindi dagsins.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54