Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 14:54 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira