Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:58 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Charles Michael, forseti Evrópuráðsins. Þau tvö fyrrnefndu hafa bæði lýst yfir stuðningi við tillöguna um sjóðinn í núverandi mynd. Stephanie Lecocq/AP Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira