Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2020 18:30 Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Baldur Krónan hefur fallið um um 17 prósent gagnvart evru frá áramótum. Þannig er evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. Íslenska krónan hefur farið frekar illa út úr kórónuveirufaraldrinum. 2. janúar kostaði evran 136 krónur. Í dag kostar evran 160 krónur og verðið því hækkað um 24 krónur frá áramótunum. 28. febrúar greindist fyrsta smitið hér á landi. Frá þeim tíma og fram í maí hækkaði verð evrunnar gagnvart krónunni upp í 160 krónur. Krónan náði þó að styrkjast aftur en sú styrkingin er gengin til baka í dag. „Það gerir allan innflutning dýrari. Verð á innfluttum vörum hækkar. En að sama skapi hjálpar þetta útflutningsgeirunum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En að einhverju leyti voru áhrifin nú þegar komin fram þar sem krónan var nú þegar búin að veikjast í maí. Þá var hún á svipuðum slóðum og hún er í dag,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Það þýði að ekki sé mikil ástæða til að óttast að gengi krónunnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á verðbólgu á næstu mánuðum. „Af öllu því sem ég hef áhyggjur af í efnahagsmálum hef ég minnstar áhyggjur af verðbólgu. Ég hef meiri áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins, hvernig hún verður, og áhrifin á ferðaþjónustuna til langframa,“ segir Daníel. Hann segir undirliggjandi horfur fyrir krónuna ágætar. „Við erum að gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd í heild verði lítilsháttar jákvæður fyrir árið í heild. Við eigum orðið meira af erlendum eignum heldur en erlendum skuldum, þjóðarbúið í heild. Við eigum risastóran gjaldeyrisforða. Það er því engin ástæða fyrir að krónan eigi eftir að veikjast mikið frá núverandi gildum heldur styrkjast miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir Daníel. Íslenska krónan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Krónan hefur fallið um um 17 prósent gagnvart evru frá áramótum. Þannig er evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. Íslenska krónan hefur farið frekar illa út úr kórónuveirufaraldrinum. 2. janúar kostaði evran 136 krónur. Í dag kostar evran 160 krónur og verðið því hækkað um 24 krónur frá áramótunum. 28. febrúar greindist fyrsta smitið hér á landi. Frá þeim tíma og fram í maí hækkaði verð evrunnar gagnvart krónunni upp í 160 krónur. Krónan náði þó að styrkjast aftur en sú styrkingin er gengin til baka í dag. „Það gerir allan innflutning dýrari. Verð á innfluttum vörum hækkar. En að sama skapi hjálpar þetta útflutningsgeirunum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. En að einhverju leyti voru áhrifin nú þegar komin fram þar sem krónan var nú þegar búin að veikjast í maí. Þá var hún á svipuðum slóðum og hún er í dag,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Það þýði að ekki sé mikil ástæða til að óttast að gengi krónunnar eigi eftir að hafa mikil áhrif á verðbólgu á næstu mánuðum. „Af öllu því sem ég hef áhyggjur af í efnahagsmálum hef ég minnstar áhyggjur af verðbólgu. Ég hef meiri áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins, hvernig hún verður, og áhrifin á ferðaþjónustuna til langframa,“ segir Daníel. Hann segir undirliggjandi horfur fyrir krónuna ágætar. „Við erum að gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd í heild verði lítilsháttar jákvæður fyrir árið í heild. Við eigum orðið meira af erlendum eignum heldur en erlendum skuldum, þjóðarbúið í heild. Við eigum risastóran gjaldeyrisforða. Það er því engin ástæða fyrir að krónan eigi eftir að veikjast mikið frá núverandi gildum heldur styrkjast miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag,“ segir Daníel.
Íslenska krónan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira