Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 13:42 Flugvél Icelandair við Leifsstöð VísirVilhelm Gunnarsson Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. Flugfélagið hefur dregið til baka 114 uppsagnir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir vera vonbrigði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir Vísi að útreikningar um flugmannaþörf séu byggðir á þeirri áætlun sem líklegt er talið að verði flogin í ágúst. „Í ljósi fyrirliggjandi óvissu er einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá eru þær breytingum háðar. Þannig geta markaðir opnast og lokast með skömmum fyrirvara en með þessari mönnun tryggjum við áframhaldandi sveigjanleika og getum gripið þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Jens. Það sé vitaskuld erfitt að horfa á eftir starfsfólki við þessar aðstæður en Icelandair voni að umsvif þess aukist þannig að hægt verði að skapa ný störf fyrir flugmenn og annað starfsfólk. „Samstarf félagsins og flugmanna þess hefur verið mjög gott í gegnum þetta óvissuástand og hafa flugmenn sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi sem er ómetanlegt á tímum sem þessum,“ segir Jens. Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segjast vonsviknir með ákvörðun Icelandair og lýsa sig ósammála forsendum flugfélagsins. Í bréfi til félagsmanna, sem Fréttablaðið skrifar upp úr, segir FÍA að ljóst sé að með umfangsmeiri flugáætlun, einkum vestur um haf, verði þörf fyrir fleiri flugmenn. „Þá taka þær forsendur sem félagið leggur nú til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að halda aðeins 139 flugmönnum í starfi ekki til verkefna í leiguflugi, sem þó gætu komið upp með skömmum fyrirvara,“ segir í bréfi FÍA. Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. Flugfélagið hefur dregið til baka 114 uppsagnir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir vera vonbrigði. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir Vísi að útreikningar um flugmannaþörf séu byggðir á þeirri áætlun sem líklegt er talið að verði flogin í ágúst. „Í ljósi fyrirliggjandi óvissu er einungis hægt að gera áætlanir nokkrar vikur fram í tímann og jafnvel þá eru þær breytingum háðar. Þannig geta markaðir opnast og lokast með skömmum fyrirvara en með þessari mönnun tryggjum við áframhaldandi sveigjanleika og getum gripið þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Jens. Það sé vitaskuld erfitt að horfa á eftir starfsfólki við þessar aðstæður en Icelandair voni að umsvif þess aukist þannig að hægt verði að skapa ný störf fyrir flugmenn og annað starfsfólk. „Samstarf félagsins og flugmanna þess hefur verið mjög gott í gegnum þetta óvissuástand og hafa flugmenn sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi sem er ómetanlegt á tímum sem þessum,“ segir Jens. Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segjast vonsviknir með ákvörðun Icelandair og lýsa sig ósammála forsendum flugfélagsins. Í bréfi til félagsmanna, sem Fréttablaðið skrifar upp úr, segir FÍA að ljóst sé að með umfangsmeiri flugáætlun, einkum vestur um haf, verði þörf fyrir fleiri flugmenn. „Þá taka þær forsendur sem félagið leggur nú til grundvallar þeirri ákvörðun sinni að halda aðeins 139 flugmönnum í starfi ekki til verkefna í leiguflugi, sem þó gætu komið upp með skömmum fyrirvara,“ segir í bréfi FÍA.
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent