Álit EFTA bendir til að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 10:29 Frá dómsal í EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. Forsaga málsins er sú að Vegagerðin bauð út framleiðslu á efni úr námu nálægt Fossamelum í mars í fyrra. Þróttur ehf. átti lægsta boðið og tók Vegagerðin því. Tak-Malbik ehf., sem átti næstlægsta boðið, mótmælti ákvörðuninni um að boði Þróttar yrði tekið og fullyrti að það boð hefði ekki uppfyllt almennar kröfur innkaupaferlisins og væri því ógilt. Innkaupaferlið var stöðvað sjálfkrafa þegar Tak-Malbik kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort útboðstilkynningin hefði verið birt innan EES og ef ekki á hvaða forsendum. Afstaða Vegagerðarinnar var að um verksamning hefði verið að ræða sem væri undir viðmiðunarfjárhæð fyrir útboðsskyldu innan EES. Kærunefndin taldi aftur á móti líkur á að Vegagerðin hefði brotið lög um opinber innkaup þar sem að um þjónustusamning hefði verið að ræða og upphæðin hefði verið yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir slíka samninga. Kærunefndin ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til þess að skera úr um hvers konar samning hefði verið að ræða. Það var í fyrsta skipti sem íslensk stjórnsýslunefnd vísaði máli til dómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningurinn sem Vegagerðin bauð út teljist opinber þjónustusamningur. Evrópusambandið Samgöngur Lúxemborg EFTA Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. Forsaga málsins er sú að Vegagerðin bauð út framleiðslu á efni úr námu nálægt Fossamelum í mars í fyrra. Þróttur ehf. átti lægsta boðið og tók Vegagerðin því. Tak-Malbik ehf., sem átti næstlægsta boðið, mótmælti ákvörðuninni um að boði Þróttar yrði tekið og fullyrti að það boð hefði ekki uppfyllt almennar kröfur innkaupaferlisins og væri því ógilt. Innkaupaferlið var stöðvað sjálfkrafa þegar Tak-Malbik kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort útboðstilkynningin hefði verið birt innan EES og ef ekki á hvaða forsendum. Afstaða Vegagerðarinnar var að um verksamning hefði verið að ræða sem væri undir viðmiðunarfjárhæð fyrir útboðsskyldu innan EES. Kærunefndin taldi aftur á móti líkur á að Vegagerðin hefði brotið lög um opinber innkaup þar sem að um þjónustusamning hefði verið að ræða og upphæðin hefði verið yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir slíka samninga. Kærunefndin ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til þess að skera úr um hvers konar samning hefði verið að ræða. Það var í fyrsta skipti sem íslensk stjórnsýslunefnd vísaði máli til dómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningurinn sem Vegagerðin bauð út teljist opinber þjónustusamningur.
Evrópusambandið Samgöngur Lúxemborg EFTA Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira