Íslenski boltinn

Guðjón Þórðarson tekur við Víkingi Ólafsvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón við undirskriftina í dag.
Guðjón við undirskriftina í dag. mynd/víkingur ólafsvík

Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings úr Ólafsvík en þetta var staðfest nú undir kvöld.

Guðjón tekur við starfinu af Jóni Páli Pálmasyni sem var rekinn úr starfi fyrr í vikunni en Ólsarar eru með sex stig eftir fyrstu fimm leikina í Lengjudeildinni.

Guðjón þjálfaði síðast NSÍ Runavík árið 2019 en hann hefur einnig þjálfað m.a. ÍA, KA og íslenska landsliðið.

Hann er margfaldur Íslandsmeistari en þjálfaði síðast á Íslandi árið 2012.

Tilkynningu Ólsara má sjá hér að neðan.

Yfirlýsing frá Víkingi Ólafsvík:

Víkingur Ó. hefur ráðið Guðjón Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Hann tekur við liðinu út yfirstandandi tímabil.

Guðjón þarf ekki að kynna fyrir áhugamenn um knattspyrnu enda einn reyndasti þjálfari landsins.

Brynjar Kristmundsson mun stýra liðinu gegn Aftureldingu á föstudag og Guðjón tekur svo formlega við eftir leikinn.

Stjórn Víkings Ó. býður Guðjón velkominn til starfa og væntir mikils af samstarfinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×