Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 20:41 Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. í Vík. Eystri gangamunninn inn í Reynisfjall mun koma beint fyrir aftan Jóhann. Stöð 2/Einar Árnason Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakafyrirtækið Framrás, sem er í eigu heimamanna, vinnur þessa dagana að gerð nýs hringtorgs í Vík en jafnframt að endurbótum þjóðvegarins í gegnum þorpið. „Þetta er stærðar verk. Það er malbikað hérna í gegnum þorpið,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. Vinna er hafin við gerð hringtorgsins, sem tengja mun veginn frá jarðgöngunum við þorpið í Vík.Stöð 2/Einar Árnason. Framrásarmenn tóku að sér verkið fyrir 209 milljónir króna en þeir áttu lægsta boð, 85 prósent af kostnaðaráætlun, og eiga að ljúka því fyrir 1. október í haust. Fyrir marga í Vík er gerð hringtorgsins táknrænt upphaf að miklu stærri en umdeildari framkvæmd. Verktakinn Jóhann velkist raunar ekki í vafa. „Þetta er byrjunin á jarðgöngunum, - eða veginum að jarðgöngunum,“ segir hann. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig vegurinn frá jarðgöngunum mun tengjast byggðinni og núverandi hringvegi um nýja hringtorgið.Teikning/Mýrdalshreppur. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir einmitt hvernig hringtorginu er ætlað að vera tenging nýs kafla hringvegarins sem liggja á sunnan við þorpið og í gegnum Reynisfjall. Alþingi markaði raunar stefnuna í lok júnímánaðar með samþykkt samgönguáætlunar og nýrra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli meðal sex verkefna sem ríkissjóði er núna heimilað að fjármagna með gjaldtöku af umferðinni og vinna í samstarfi við einkaaðila. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin verður skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason. Engar fastmótaðar tímasetningar eru þó um verkið, umhverfismat er eftir og málið eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga. En jafnvel þótt göngin kæmu aldrei þá myndi nýja hringtorgið samt sem áður gagnast samfélaginu í Vík. „Já, já. Bara bætt aðkoma að þorpinu,“ segir Jóhann Guðlaugsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakafyrirtækið Framrás, sem er í eigu heimamanna, vinnur þessa dagana að gerð nýs hringtorgs í Vík en jafnframt að endurbótum þjóðvegarins í gegnum þorpið. „Þetta er stærðar verk. Það er malbikað hérna í gegnum þorpið,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. Vinna er hafin við gerð hringtorgsins, sem tengja mun veginn frá jarðgöngunum við þorpið í Vík.Stöð 2/Einar Árnason. Framrásarmenn tóku að sér verkið fyrir 209 milljónir króna en þeir áttu lægsta boð, 85 prósent af kostnaðaráætlun, og eiga að ljúka því fyrir 1. október í haust. Fyrir marga í Vík er gerð hringtorgsins táknrænt upphaf að miklu stærri en umdeildari framkvæmd. Verktakinn Jóhann velkist raunar ekki í vafa. „Þetta er byrjunin á jarðgöngunum, - eða veginum að jarðgöngunum,“ segir hann. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig vegurinn frá jarðgöngunum mun tengjast byggðinni og núverandi hringvegi um nýja hringtorgið.Teikning/Mýrdalshreppur. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir einmitt hvernig hringtorginu er ætlað að vera tenging nýs kafla hringvegarins sem liggja á sunnan við þorpið og í gegnum Reynisfjall. Alþingi markaði raunar stefnuna í lok júnímánaðar með samþykkt samgönguáætlunar og nýrra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli meðal sex verkefna sem ríkissjóði er núna heimilað að fjármagna með gjaldtöku af umferðinni og vinna í samstarfi við einkaaðila. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin verður skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason. Engar fastmótaðar tímasetningar eru þó um verkið, umhverfismat er eftir og málið eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga. En jafnvel þótt göngin kæmu aldrei þá myndi nýja hringtorgið samt sem áður gagnast samfélaginu í Vík. „Já, já. Bara bætt aðkoma að þorpinu,“ segir Jóhann Guðlaugsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira