Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 14:32 Úlfar Steindórsson stjórnarformaður Icelandair og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður. Það sé því ekki rétt að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu, líkt og fram kom í tilkynningu sem stjórn og samninganefnd FFÍ sendi félagsmönnum sínum eftir að skrifað var undir samninginn í lok júní. Vísir greindi frá því í dag að stjórn og samninganefnd FFÍ hefði sent félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökum við undirritun kjarasamningsins. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Einnig sagði í tilkynningunni að samninganefnd Icelandair hefði ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá hefðu það jafnframt verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um tilkynningu FFÍ er því hafnað að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu. Umræddar breytingar á orðalagi hafi jafnframt ekki haft áhrif á merkingu ákvæðanna en „sýna glögglega að þessi atriði voru vel ígrunduð af hálfu Flugfreyjufélagsins áður en gengið var til undirritunar,“ segir í svari Icelandair. Icelandair segir fyrra ákvæðið, sem varðar minni vinnuskyldu þeirra flugfreyja sem náð hafa ákveðnum aldri og starfsreynslu, hafa verið hluta af þeim tilboðum sem samninganefnd Icelandair lagði fram á síðustu vikum samningalotunnar. „Ákvæðið var skýrt orðað og engin ástæða til að ætla að það hafi verið misskilið,“ segir Icelandair. Í aðdraganda undirskriftar samningsins þann 25. júní hafi komið fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins. Samninganefnd Icelandair hafi orðið við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu á orðalagi og skrifað hafi verið undir samninginn með því orðalagi. Hitt ákvæði samningsins sem fjallað er um í fréttinni varðar fjölda samfelldra vinnu- og hvíldardaga. Icelandair segir samninganefnd sína hafa lagt mikla áherslu á að ákvæði um vinnu- og hvíldartíma flugfreyja yrði samræmt samsvarandi ákvæðum í samningi flugmanna félagsins, „enda torveldar það mjög skipulagningu flugs að þessar reglur skuli ekki vera samhljóma,“ segir Icelandair. Þetta, líkt og fyrra ákvæðið, hafi verið kynnt félagsmönnum FFÍ í framhaldi af tilboði Icelandair sem lagt var fram 10. maí síðastliðinn. „Eins og með fyrra ákvæðið sem fjallað var um í fréttinni kom fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins fyrir undirritun. Samninganefnd Icelandair varð við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu og var skrifað undir samninginn með því orðalagi sem Flugfreyjufélagið hafði óskað eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Sjá meira
Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður. Það sé því ekki rétt að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu, líkt og fram kom í tilkynningu sem stjórn og samninganefnd FFÍ sendi félagsmönnum sínum eftir að skrifað var undir samninginn í lok júní. Vísir greindi frá því í dag að stjórn og samninganefnd FFÍ hefði sent félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökum við undirritun kjarasamningsins. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Einnig sagði í tilkynningunni að samninganefnd Icelandair hefði ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá hefðu það jafnframt verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um tilkynningu FFÍ er því hafnað að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu. Umræddar breytingar á orðalagi hafi jafnframt ekki haft áhrif á merkingu ákvæðanna en „sýna glögglega að þessi atriði voru vel ígrunduð af hálfu Flugfreyjufélagsins áður en gengið var til undirritunar,“ segir í svari Icelandair. Icelandair segir fyrra ákvæðið, sem varðar minni vinnuskyldu þeirra flugfreyja sem náð hafa ákveðnum aldri og starfsreynslu, hafa verið hluta af þeim tilboðum sem samninganefnd Icelandair lagði fram á síðustu vikum samningalotunnar. „Ákvæðið var skýrt orðað og engin ástæða til að ætla að það hafi verið misskilið,“ segir Icelandair. Í aðdraganda undirskriftar samningsins þann 25. júní hafi komið fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins. Samninganefnd Icelandair hafi orðið við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu á orðalagi og skrifað hafi verið undir samninginn með því orðalagi. Hitt ákvæði samningsins sem fjallað er um í fréttinni varðar fjölda samfelldra vinnu- og hvíldardaga. Icelandair segir samninganefnd sína hafa lagt mikla áherslu á að ákvæði um vinnu- og hvíldartíma flugfreyja yrði samræmt samsvarandi ákvæðum í samningi flugmanna félagsins, „enda torveldar það mjög skipulagningu flugs að þessar reglur skuli ekki vera samhljóma,“ segir Icelandair. Þetta, líkt og fyrra ákvæðið, hafi verið kynnt félagsmönnum FFÍ í framhaldi af tilboði Icelandair sem lagt var fram 10. maí síðastliðinn. „Eins og með fyrra ákvæðið sem fjallað var um í fréttinni kom fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins fyrir undirritun. Samninganefnd Icelandair varð við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu og var skrifað undir samninginn með því orðalagi sem Flugfreyjufélagið hafði óskað eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Sjá meira
Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01
Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20
Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20