Arnar líklegastur til að taka við þjálfarastarfinu hjá KA Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 13:15 Arnar Grétarsson þykir líklegastur til að taka við KA. vísir/stefán Staða þjálfara hjá KA er laus eftir að Óli Stefán Flóventsson og KA komust að samkomulagi um starfslok. Samkvæmt heimildum Vísis er Arnar Grétarsson líklegastur til að taka við liði KA Hann þjálfaði Breiðablik frá 2015-2017 og var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu árið 2015, en liðið endaði þá í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH. Hann var síðan rekinn frá Breiðablik árið 2017 eftir tvo tapleiki í byrjun tímabils. Arnar lék auðvitað lengi með Breiðabliks sem leikmaður og átti auk þess stutt stopp hjá Leiftri í efstu deild árið 1997 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Árið 2019 þjálfaði Arnar síðan KSV Roeselare í næstefstu deild í Belgíu en hann var síðan látinn taka pokann sinn í nóvember. Önnur nöfn sem gætu komið til greina eru til að mynda Ejub Purisevic, sem þjálfaði Víking Ólafsvík nær samfleytt frá árinu 2003, kom þeim upp úr 3. deild í þá efstu og festi liðið rækilega í sessi í 1. deild. Þorvaldur Örlygsson, sem var valinn leikmaður ársins hjá KA þegar liðið vann sinn eina Íslandsmeistaratitil árið 1989. Þorvaldur spilaði síðan sem atvinnumaður í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, auk þess að spila með Stoke og Oldham á Englandi. Hann var þjálfari KA árin 2000-2005 og þar af spilandi þjálfari árin 2000-2003. Auk þess þjálfaði hann m.a. Fram og náði hann að koma liðinu aftur í Evrópukeppni eftir langa fjarveru og festa liðið í sessi í efri hluta töflunnar. Að lokum er sá möguleiki fyrir hendi að Hallgrímur Jónasson taki við liðinu en hann er leikmaður, fyrirliði og aðstoðarþjálfari KA en mun ekki spila á tímabilinu vegna meiðsla. Hann var í atvinnumennsku í tíu ár og á 16 A-landsliðsleiki fyrir Ísland. Það er spurning hvort hann fái tækifæri í ár sem aðalþjálfari liðsins þar sem hann mun ekki vera inn á vellinum í sumar. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Staða þjálfara hjá KA er laus eftir að Óli Stefán Flóventsson og KA komust að samkomulagi um starfslok. Samkvæmt heimildum Vísis er Arnar Grétarsson líklegastur til að taka við liði KA Hann þjálfaði Breiðablik frá 2015-2017 og var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu árið 2015, en liðið endaði þá í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH. Hann var síðan rekinn frá Breiðablik árið 2017 eftir tvo tapleiki í byrjun tímabils. Arnar lék auðvitað lengi með Breiðabliks sem leikmaður og átti auk þess stutt stopp hjá Leiftri í efstu deild árið 1997 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Árið 2019 þjálfaði Arnar síðan KSV Roeselare í næstefstu deild í Belgíu en hann var síðan látinn taka pokann sinn í nóvember. Önnur nöfn sem gætu komið til greina eru til að mynda Ejub Purisevic, sem þjálfaði Víking Ólafsvík nær samfleytt frá árinu 2003, kom þeim upp úr 3. deild í þá efstu og festi liðið rækilega í sessi í 1. deild. Þorvaldur Örlygsson, sem var valinn leikmaður ársins hjá KA þegar liðið vann sinn eina Íslandsmeistaratitil árið 1989. Þorvaldur spilaði síðan sem atvinnumaður í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, auk þess að spila með Stoke og Oldham á Englandi. Hann var þjálfari KA árin 2000-2005 og þar af spilandi þjálfari árin 2000-2003. Auk þess þjálfaði hann m.a. Fram og náði hann að koma liðinu aftur í Evrópukeppni eftir langa fjarveru og festa liðið í sessi í efri hluta töflunnar. Að lokum er sá möguleiki fyrir hendi að Hallgrímur Jónasson taki við liðinu en hann er leikmaður, fyrirliði og aðstoðarþjálfari KA en mun ekki spila á tímabilinu vegna meiðsla. Hann var í atvinnumennsku í tíu ár og á 16 A-landsliðsleiki fyrir Ísland. Það er spurning hvort hann fái tækifæri í ár sem aðalþjálfari liðsins þar sem hann mun ekki vera inn á vellinum í sumar.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira