Rúrik: Borga sér arð þegar vel gengur, en taka af starfsfólki þegar illa gengur Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júlí 2020 11:30 Rúrik hefur staðið í ströngu síðastliðna mánuði og lært margt og mikið. Mynd/instagram-síða Rúriks. Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira