Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 15:14 Alexander Lúkasjenkó hefur verið við völd í Hvíta-Rússlandi í 26 ár. Nærri allir pólitískir keppinautar hans hafa verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninga í ágúst. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Andstaða við Lúkasjenkó forseta í aðdraganda kosninganna nú er sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrenginum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Nærri allir helstu andstæðingar Lúkasjenkó hafa nú hins vegar annað hvort verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninganna. Þeir tveir sem helst voru taldir eiga möguleika á að velta Lúkasjenkó úr sessi hafa nú verið útilokaðir frá framboði. Viktor Babariko var synjað um skráningu sem frambjóðandi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Vísaði kjörstjórnin til sakamáls gegn honum. Hann er sakaður um að hafa komið hundruð milljónum dollara úr landi í umfangsmiklu peningaþvættismála en neitar sök. Þá fékk Valerí Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra, ekki að bjóða sig fram eftir að kjörstjórnin ógilti meðmælendalista, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður framboðs Tsepkalo segir hann ætla að kæra ákvörðunina til dómstóla. Mannréttindsamtök fullyrða að fleiri en sjö hundruð manns hafi verið handteknir í tengslum við kosningabaráttuna í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Andstaða við Lúkasjenkó forseta í aðdraganda kosninganna nú er sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrenginum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Nærri allir helstu andstæðingar Lúkasjenkó hafa nú hins vegar annað hvort verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninganna. Þeir tveir sem helst voru taldir eiga möguleika á að velta Lúkasjenkó úr sessi hafa nú verið útilokaðir frá framboði. Viktor Babariko var synjað um skráningu sem frambjóðandi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Vísaði kjörstjórnin til sakamáls gegn honum. Hann er sakaður um að hafa komið hundruð milljónum dollara úr landi í umfangsmiklu peningaþvættismála en neitar sök. Þá fékk Valerí Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra, ekki að bjóða sig fram eftir að kjörstjórnin ógilti meðmælendalista, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður framboðs Tsepkalo segir hann ætla að kæra ákvörðunina til dómstóla. Mannréttindsamtök fullyrða að fleiri en sjö hundruð manns hafi verið handteknir í tengslum við kosningabaráttuna í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira