Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 15:14 Alexander Lúkasjenkó hefur verið við völd í Hvíta-Rússlandi í 26 ár. Nærri allir pólitískir keppinautar hans hafa verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninga í ágúst. Vísir/EPA Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Andstaða við Lúkasjenkó forseta í aðdraganda kosninganna nú er sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrenginum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Nærri allir helstu andstæðingar Lúkasjenkó hafa nú hins vegar annað hvort verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninganna. Þeir tveir sem helst voru taldir eiga möguleika á að velta Lúkasjenkó úr sessi hafa nú verið útilokaðir frá framboði. Viktor Babariko var synjað um skráningu sem frambjóðandi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Vísaði kjörstjórnin til sakamáls gegn honum. Hann er sakaður um að hafa komið hundruð milljónum dollara úr landi í umfangsmiklu peningaþvættismála en neitar sök. Þá fékk Valerí Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra, ekki að bjóða sig fram eftir að kjörstjórnin ógilti meðmælendalista, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður framboðs Tsepkalo segir hann ætla að kæra ákvörðunina til dómstóla. Mannréttindsamtök fullyrða að fleiri en sjö hundruð manns hafi verið handteknir í tengslum við kosningabaráttuna í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. Andstaða við Lúkasjenkó forseta í aðdraganda kosninganna nú er sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrenginum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Nærri allir helstu andstæðingar Lúkasjenkó hafa nú hins vegar annað hvort verið handteknir eða rannsakaðir í aðdraganda kosninganna. Þeir tveir sem helst voru taldir eiga möguleika á að velta Lúkasjenkó úr sessi hafa nú verið útilokaðir frá framboði. Viktor Babariko var synjað um skráningu sem frambjóðandi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Vísaði kjörstjórnin til sakamáls gegn honum. Hann er sakaður um að hafa komið hundruð milljónum dollara úr landi í umfangsmiklu peningaþvættismála en neitar sök. Þá fékk Valerí Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra, ekki að bjóða sig fram eftir að kjörstjórnin ógilti meðmælendalista, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður framboðs Tsepkalo segir hann ætla að kæra ákvörðunina til dómstóla. Mannréttindsamtök fullyrða að fleiri en sjö hundruð manns hafi verið handteknir í tengslum við kosningabaráttuna í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“