Dánaraðstoð siðlaus að mati lækna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2020 14:15 Landspítalinn kallar eftir vísindalegum rannsóknum áður en lengra er haldið. Vísir/vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, væntir þess að heilbrigðisráðuneytið verði við skýrslubeiðni hennar um dánaraðstoð í haust. Þó svo að stuðningur sé við líknardráp meðal almennings virðist heilbrigðsstarfsfólk vera því andsnúið. Með skýrslubeiðninni er þess óskað að heilbrigðisráðuneytið taki saman margvísleg gögn um dánaraðstoð, geri t.a.m. samantekt á löggjöfinni í nágrannalöndum okkar og þeim löndum þar sem líknardráp er leyft. Þau eru ekki mörg og hefur t.d. ekkert Norðurlandanna heimilað andlát með aðstoð. Í beiðninni er jafnframt kallað eftir því að hugur heilbrigðisstarfsfólks til málsins sé kannaður. Almenningur virðist styðja að leyfa dánaraðstoð og sagði Bryndís í Bítinu í morgun að æskilegt sé að skýr afstaða heilbrigðisstétta komi fram, enda myndu þær að líkindum hafa aðkomu að líknardrápum. Ekki Alþingis að ræða Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist ljóst að dánaraðstoð á ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp eigi heima á vettvangi læknisfræðinnar. Þar að auki hafi heilbirgðisráðuneytið í ýmsu þarfara að snúast en að taka saman gögn um dánaraðstoð að mati landlæknis. „Í þessu sem svo mörgu öðru gera Íslendingar réttast í að fylgjast með þeirri umræðu og þróun sem á sér stað í nágrannalöndunum. Til þess eru nægir vetvangar [hér] í dag án þess að umræðan sé færð inn á alþingi Íslendinga,“ segir í umsögn embættisins. „Landlæknir mælir því eindregið gegn þessari tillögu til þingsályktunartillögu.“ Dánaraðstoð siðlaus að mati LÍ Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið. Það telur óþarft að láta heilbrigðisráðherra taka saman umrædd gögn, á meðan líknardráp er refsivert samkvæmt hegningarlögum. „ Heilbrigðisráðherra hefur að mati LÍ fjölmörgum öðrum og brýnni verkum að sinna á sviði heilbrigðismála.“ „LÍ leggst eindregið gegn samþykkt þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.“ Umræða um dánaraðstoð, eða líknardráp, hefur aftur skotið upp kollinum eftir helgarviðtal við aðstandanda manns sem lét binda enda á líf sitt í Kanada fyrr á þessu ári.getty/Motortion Líknardráp „skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar“ Landspítalinn tekur ekki afstöðu til líknardráps í umsögn sinni en segir umræðuna hér á landi um málið hafa verið litla og á misskilningi byggð. Spítalinn segir jafnframt meira forgangsmál að klára stefnumörkun um líknarmeðferð á Íslandi og afla siðfræðilegra, lögfræðilegra og læknisfræðilegra gagna áður en lengra er haldið í umræðunni um líknardráp. Umræðan þurfi að fara fram í kjölfar rannsókna á dánaraðstoð - „sem að líkindum er helst í höndum fræðasamfélagsins.“ Þá sendi Guðmundur Pálsson heimilislæknir sjálfur inn umsögn um málið, þar sem hann leggst gegn hvers konar dánaraðstoð „sem felur í töku eigin lífs eða annarra með aðstoð fagstétta.“ Það sé hans mat að ákveði Alþingi að leyfa líknardráp „gæti það að mínu áliti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og reynast óbótlegt skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar,“ skrifar Guðmundur og nefnir fyrir því átta ástæður. Fólk fái að ráða hvernig það fer Sem fyrr segir vonast Bryndís Haraldsdóttir til að skýrslan frá heilbrigðisráðuneytinu um dánaraðstoð líti dagsins ljós í haust. Hún segist vona að hún geti orðið grundvöllur samfélagslegrar umræðu um málið og að endingu leiðarljós fyrir þær lagabreytingar sem þyrfti að ráðast í svo að dánaraðstoð geti orðið að veruleika. Mikilvægt sé að hafa skýra löggjöf um líknardráp, „óháð því hvort fólk myndi sjálft þiggja þessa þjónustu eða ekki,“ segir Bryndís. „Í mínum huga snýst þetta um val einstaklingsins, frelsi einstaklings til að fá að ráða því hvenær hann kveður þennan heim og með hvaða hætti,“ segir hún jafnframt en viðtal við hana má heyra í spilaranum hér að ofan. Umsagnir um þingsályktunartillögu Bryndísar um dánaraðstoð, skýrslubeiðnina fyrrnefndu, má nálgast með því að smella hér. Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, væntir þess að heilbrigðisráðuneytið verði við skýrslubeiðni hennar um dánaraðstoð í haust. Þó svo að stuðningur sé við líknardráp meðal almennings virðist heilbrigðsstarfsfólk vera því andsnúið. Með skýrslubeiðninni er þess óskað að heilbrigðisráðuneytið taki saman margvísleg gögn um dánaraðstoð, geri t.a.m. samantekt á löggjöfinni í nágrannalöndum okkar og þeim löndum þar sem líknardráp er leyft. Þau eru ekki mörg og hefur t.d. ekkert Norðurlandanna heimilað andlát með aðstoð. Í beiðninni er jafnframt kallað eftir því að hugur heilbrigðisstarfsfólks til málsins sé kannaður. Almenningur virðist styðja að leyfa dánaraðstoð og sagði Bryndís í Bítinu í morgun að æskilegt sé að skýr afstaða heilbrigðisstétta komi fram, enda myndu þær að líkindum hafa aðkomu að líknardrápum. Ekki Alþingis að ræða Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist ljóst að dánaraðstoð á ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp eigi heima á vettvangi læknisfræðinnar. Þar að auki hafi heilbirgðisráðuneytið í ýmsu þarfara að snúast en að taka saman gögn um dánaraðstoð að mati landlæknis. „Í þessu sem svo mörgu öðru gera Íslendingar réttast í að fylgjast með þeirri umræðu og þróun sem á sér stað í nágrannalöndunum. Til þess eru nægir vetvangar [hér] í dag án þess að umræðan sé færð inn á alþingi Íslendinga,“ segir í umsögn embættisins. „Landlæknir mælir því eindregið gegn þessari tillögu til þingsályktunartillögu.“ Dánaraðstoð siðlaus að mati LÍ Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið. Það telur óþarft að láta heilbrigðisráðherra taka saman umrædd gögn, á meðan líknardráp er refsivert samkvæmt hegningarlögum. „ Heilbrigðisráðherra hefur að mati LÍ fjölmörgum öðrum og brýnni verkum að sinna á sviði heilbrigðismála.“ „LÍ leggst eindregið gegn samþykkt þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.“ Umræða um dánaraðstoð, eða líknardráp, hefur aftur skotið upp kollinum eftir helgarviðtal við aðstandanda manns sem lét binda enda á líf sitt í Kanada fyrr á þessu ári.getty/Motortion Líknardráp „skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar“ Landspítalinn tekur ekki afstöðu til líknardráps í umsögn sinni en segir umræðuna hér á landi um málið hafa verið litla og á misskilningi byggð. Spítalinn segir jafnframt meira forgangsmál að klára stefnumörkun um líknarmeðferð á Íslandi og afla siðfræðilegra, lögfræðilegra og læknisfræðilegra gagna áður en lengra er haldið í umræðunni um líknardráp. Umræðan þurfi að fara fram í kjölfar rannsókna á dánaraðstoð - „sem að líkindum er helst í höndum fræðasamfélagsins.“ Þá sendi Guðmundur Pálsson heimilislæknir sjálfur inn umsögn um málið, þar sem hann leggst gegn hvers konar dánaraðstoð „sem felur í töku eigin lífs eða annarra með aðstoð fagstétta.“ Það sé hans mat að ákveði Alþingi að leyfa líknardráp „gæti það að mínu áliti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og reynast óbótlegt skemmdarverk fyrir siðferði þjóðarinnar,“ skrifar Guðmundur og nefnir fyrir því átta ástæður. Fólk fái að ráða hvernig það fer Sem fyrr segir vonast Bryndís Haraldsdóttir til að skýrslan frá heilbrigðisráðuneytinu um dánaraðstoð líti dagsins ljós í haust. Hún segist vona að hún geti orðið grundvöllur samfélagslegrar umræðu um málið og að endingu leiðarljós fyrir þær lagabreytingar sem þyrfti að ráðast í svo að dánaraðstoð geti orðið að veruleika. Mikilvægt sé að hafa skýra löggjöf um líknardráp, „óháð því hvort fólk myndi sjálft þiggja þessa þjónustu eða ekki,“ segir Bryndís. „Í mínum huga snýst þetta um val einstaklingsins, frelsi einstaklings til að fá að ráða því hvenær hann kveður þennan heim og með hvaða hætti,“ segir hún jafnframt en viðtal við hana má heyra í spilaranum hér að ofan. Umsagnir um þingsályktunartillögu Bryndísar um dánaraðstoð, skýrslubeiðnina fyrrnefndu, má nálgast með því að smella hér.
Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira