Enn svekktari eftir fundinn en fyrir hann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2020 13:15 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vísir/Vilhelm/Samsett Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn á Akureyri, segist svekkt eftir fund sinn með dómsmálaráðherra, fangelsismálastjóra, nýjum lögreglustjóra Norðurlands eystra, bæjarstjóra og bæjarstjórn Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins á Akureyri. Hún telur að ekki muni nást sátt um málið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem hún birti fyrir stuttu. Þar segir hún að stundum geti farið af stað heiftúðlegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, sem einkennist af hálfkveðnum vísum og röngum upplýsingum. Þó sé oft hægt að bæta úr því, skýra myndina og auka skilning með því að setjast niður og tala saman. „Sú varð því miður ekki raunin í morgun. Ég varð enn svekktari eftir fundinn en fyrir hann, ferlið er í raun ekkert annað en óboðlegt. Ekkert samráð var haft við lögregluembættið hér né bæjarstjórn, gögnin takmörkuð og framtíðarsýnin ekki sannfærandi. Svo virðist sem fangelsismálin hafi verið skoðuð einangrað án þess að horfa til samlegðaráhrifa við starf lögreglunnar hér og hvað þá að tillit væri tekið til byggðasjónarmiða,“ skrifar Hilda Jana. Segir hún það gamla sögu og nýja að óvinsælar ákvarðanir séu teknar í júlí, þegar sem flestir eru í sumarfríi og vilji frekar hlusta á fossanið og fuglasöng en pirra sig á pólitík. „Það er ekki nóg með að ákvörðunin sé kynnt í byrjun júlí og eigi taka gildi í lok júlí, heldur var á þeim tíma var ekki búið að ráða nýjan lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, hún tók til starfa í gær!“ Hilda tekur þó fram að þó hún lýsi sig ósátta við þetta tiltekna mál, sé hún ánægð með fyrirætlanir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að beita sér fyrir því að boðunarlistar í fangelsum verði styttir. Eins kveðst hún ánægð að ráðherrann hafi komið á fundinn og hlustað á það sem aðilar höfðu fram að færa. „Ég bind enn vonir við að dómsmálaráðherra hætti við þessa ákvörðun eða a.m.k fresti henni og nýti tímann til að fara faglega og heilstætt yfir málið. Ég tel nokkuð ljóst að engin sátt verði um þessi málalok,“ skrifar Hilda Jana að lokum. Akureyri Stjórnsýsla Fangelsismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn á Akureyri, segist svekkt eftir fund sinn með dómsmálaráðherra, fangelsismálastjóra, nýjum lögreglustjóra Norðurlands eystra, bæjarstjóra og bæjarstjórn Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins á Akureyri. Hún telur að ekki muni nást sátt um málið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem hún birti fyrir stuttu. Þar segir hún að stundum geti farið af stað heiftúðlegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, sem einkennist af hálfkveðnum vísum og röngum upplýsingum. Þó sé oft hægt að bæta úr því, skýra myndina og auka skilning með því að setjast niður og tala saman. „Sú varð því miður ekki raunin í morgun. Ég varð enn svekktari eftir fundinn en fyrir hann, ferlið er í raun ekkert annað en óboðlegt. Ekkert samráð var haft við lögregluembættið hér né bæjarstjórn, gögnin takmörkuð og framtíðarsýnin ekki sannfærandi. Svo virðist sem fangelsismálin hafi verið skoðuð einangrað án þess að horfa til samlegðaráhrifa við starf lögreglunnar hér og hvað þá að tillit væri tekið til byggðasjónarmiða,“ skrifar Hilda Jana. Segir hún það gamla sögu og nýja að óvinsælar ákvarðanir séu teknar í júlí, þegar sem flestir eru í sumarfríi og vilji frekar hlusta á fossanið og fuglasöng en pirra sig á pólitík. „Það er ekki nóg með að ákvörðunin sé kynnt í byrjun júlí og eigi taka gildi í lok júlí, heldur var á þeim tíma var ekki búið að ráða nýjan lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, hún tók til starfa í gær!“ Hilda tekur þó fram að þó hún lýsi sig ósátta við þetta tiltekna mál, sé hún ánægð með fyrirætlanir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að beita sér fyrir því að boðunarlistar í fangelsum verði styttir. Eins kveðst hún ánægð að ráðherrann hafi komið á fundinn og hlustað á það sem aðilar höfðu fram að færa. „Ég bind enn vonir við að dómsmálaráðherra hætti við þessa ákvörðun eða a.m.k fresti henni og nýti tímann til að fara faglega og heilstætt yfir málið. Ég tel nokkuð ljóst að engin sátt verði um þessi málalok,“ skrifar Hilda Jana að lokum.
Akureyri Stjórnsýsla Fangelsismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira