Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 2-3 KR | Gríðarlega sterkur sigur hjá KR Ísak Hallmundarson skrifar 14. júlí 2020 22:15 Úr leiknum á Samsung-vellinum í kvöld. vísir/vilhelm KR er komið á blað í Pepsi Max deild kvenna eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ, en liðið spilaði manni færri frá 33. mínútu. KR náði forystunni á 12. mínútu með marki frá Katrínu Ásbjörnsdóttur. Lára Kristín Pedersen átti sendinguna inn fyrir vörn Stjörnunnar á Katrínu sem kláraði færið auðveldlega, en það má setja spurningarmerki við varnarleik Garðbæinga í markinu. Stjarnan efldist við þetta mark hjá gestunum og náði að jafna á 25. mínútu. Þar var að verki Betsy Doon Hasset en hún skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Á 33. mínútu dró til þeirra tíðinda að Ana Victoria Cate, leikmaður KR, var rekin af velli eftir að hafa brotið á Jönu Sól Valdimarsdóttur sem var við það að sleppa í gegn. Það var ekki alveg ljóst hvort um beint rautt spjald hafi verið að ræða eða annað gula, enginn í blaðamannastúkunni hafði orðið var við að hún væri á gulu spjaldi en þau skilaboð bárust síðan í hálfleik að hún hefði fengið gult stuttu áður, eftir að dómarinn hafði beitt hagnaðarreglunni þegar Stjarnan var í sókn. Manni færri náðu KR-stelpur aftur forystunni, Alma Mathiesen átti skot í varnarmann rétt utan teigs, boltinn barst inn í teiginn og þar var hún sjálf mætt fyrst á boltann og skoraði með frábærri afgreiðslu framhjá Birtu Guðlaugsdóttur í marki Stjörnunnar. Aftur mátti setja spurningarmerki við vörn Stjörnunnar. Staðan í hálfleik 1-2 fyrir gestunum. vísir/vilhelm Stjarnan sótti mun meira í seinni hálfleik og uppskar mark á 60. mínútu þegar Snædís María Jörundsdóttir skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Smá heppnisstimpill yfir markinu en Laufey Björnsdóttur var að reyna að hreinsa boltann frá eftir fyrirgjöf en hreinsaði þess í stað beint í Snædís og þaðan fór boltinn í netið. Stjarnan stýrði leiknum sóknarlega en náði ekki að finna neinar opnanir á þéttri vörn KR. KR-liðið beitti snöggum skyndisóknum á meðan. Það var svo á 89. mínútu að Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Stjörnunnar, á arfaslaka sendingu fram sem endar beint á Katrínu Ómarsdóttur, Katrín sendir á Katrínu Ásbjörns, sem leikur á vörn Stjörnunnar og skorar framhjá Birtu. 3-2 fyrir KR og reyndist þetta sigurmark leiksins. KR er komið í þrjú stig eftir fjóra leiki en Stjarnan er með sex stig eftir sex leiki. Af hverju vann KR? Þær voru með gæði fram á við til að klára sín færi, á meðan Stjarnan sem fékk töluvert fleiri færi náði ekki að nýta sér þau. Þá má tala um varnarmistök Stjörnunnar í öllum mörkum KR en KR-vörnin var afar þétt. Baráttan í KR-liðinu var til fyrirmyndar. Hverjar stóðu upp úr? Auðvelt að benda á Katrínu Ásbjörns og Ölmu Mathiesen, markaskoraranna úr sigurliðinu. Lára Kristín og Katrín Ómars áttu einnig góðan leik og í rauninni KR-liðið í heild. Hjá Stjörnunni stóðu Hugrún Elvarsdóttir, Betsy og Birna Jóhanns upp úr. Hvað gekk illa? Vörn Stjörnunnar, það má í raun klína öllum mörkum KR á varnarmistök heimakvenna þó að markaskorarar KR ættu eftir að gera heilmikið til að klára færin. Hvað gerist næst? KR mætir Þrótti heima og Stjarnan fer í Árbæinn og mætir Fylki. Jóhannes Karl á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm Jóhannes Karl: Vildum þetta meira „Ég er bara feykilega sáttur og stoltur af liðinu. Þetta var bara frábært hugarfar, lenda manni undir, mikið mótlæti og koma til baka og skora tvö mörk manni færri, bara frábært,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR sáttur með úrslit leiksins. „Menn eru ósáttir við hvar við stöndum í deildinni og það var kominn tími á að setja stig á töfluna og ég held að það hafi sést í dag að það var eitt lið á vellinum með núll stig og hitt var með sex, og við vildum þetta meira og lögðum okkur eftir því. Vinnusemin var til fyrirmyndar,“ sagði Jóhannes að lokum. Katrín fagnar sigurmarkinu í kvöld.vísir/vilhelm Katrín Ásbjörnsdóttir: Þurftum að líta inn á við „Við lentum einum færri mjög snemma, glórulaust spjald að mínu mati og við þurftum þá bara að þétta liðið, gerðum það vel og vorum svo bara þolinmóðar í lokin og náðum að setja mjög mikilvægt mark, sem er bara frábært fyrir okkur og fyrstu þrjú stigin,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir glöð í bragði eftir sigur KR í kvöld. Hún skoraði tvö marka KR í kvöld. Katrín telur að mögulega hafi það að liðið fór í sóttkví hjálpað þeim að líta inn á við og byrja frá grunni. „Við þurftum bara að líta inn á við og fókusa á okkur og það var rosalega erfitt að vera fjær öllu liðinu í sóttkví, vera bara einn. Við gerðum okkar besta í því og fengum bara gott prógram og ég held að það hafi bara gert okkur gott að kúpla okkur aðeins út og byrja upp á nýtt og gott að koma til baka úr sóttkví í bikarleik, aðeins annað mót finnst mér, tökum þann sigur og byggjum ofan á það og mér fannst við gera það á móti Stjörnunni í dag að við erum að spila eins og við spiluðum í seinni hálfleik á móti Tindastól í síðasta leik, þannig ég held að þetta sé allt að koma hjá okkur.“ „Þetta sýnir bara hvað í þessu liði býr og vonandi er þetta eitthvað sem mun koma hjá okkur og við byggjum ofan á það,“ sagði Katrín að lokum eftir sterkan sigur KR. Kristján var allt annað en sáttur með varnarleikinn í kvöld.vísir/vilhelm Kristján: Sanngjarn sigur KR „Þetta var réttlátur sigur hjá KR, þær börðust vel og nýttu sín færi fullkomnlega, þannig vinnuru leikina,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. Hann var ekki sáttur með varnarleik síns liðs í kvöld. „Þau eru alveg rosaleg mistökin í öllum mörkunum og varnarleikurinn okkar undanfarið er bara hryllilegur, eitt orð yfir það. Þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir núna áður en við mætum Fylki, þetta gengur ekki upp.“ Stjarnan náði að jafna leikinn í stöðunni 1-1 og KR missir síðan mann af velli. Spurður hvað fór úrskeiðis hjá sínu liði telur hann að það hafi ekki nýtt færin nógu vel og gert of dýr mistök varnarlega. „KR spilar bara góða vörn og við náum ekki að búa til nógu opin færi. Þegar við náum að búa til einhver færi þá nýtum við þau alveg sorglega illa og Ingibjörg nær svo að verja í nokkur skipti þannig að þeirra færi eru opnari og þær skora, okkar mistök voru stærri en KR-liðið var bara mjög þétt og vann þennan leik alveg sanngjarnt.“ „Við þurfum að bæta varnarleikinn, það er bara eins og okkur líði alveg virkilega illa í varnarleiknum og aftast á vellinum, okkur þarf að líða betur með að verja markið okkar en eins og staðan er núna þá líður okkur verulega illa,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna KR Stjarnan
KR er komið á blað í Pepsi Max deild kvenna eftir 3-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ, en liðið spilaði manni færri frá 33. mínútu. KR náði forystunni á 12. mínútu með marki frá Katrínu Ásbjörnsdóttur. Lára Kristín Pedersen átti sendinguna inn fyrir vörn Stjörnunnar á Katrínu sem kláraði færið auðveldlega, en það má setja spurningarmerki við varnarleik Garðbæinga í markinu. Stjarnan efldist við þetta mark hjá gestunum og náði að jafna á 25. mínútu. Þar var að verki Betsy Doon Hasset en hún skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Á 33. mínútu dró til þeirra tíðinda að Ana Victoria Cate, leikmaður KR, var rekin af velli eftir að hafa brotið á Jönu Sól Valdimarsdóttur sem var við það að sleppa í gegn. Það var ekki alveg ljóst hvort um beint rautt spjald hafi verið að ræða eða annað gula, enginn í blaðamannastúkunni hafði orðið var við að hún væri á gulu spjaldi en þau skilaboð bárust síðan í hálfleik að hún hefði fengið gult stuttu áður, eftir að dómarinn hafði beitt hagnaðarreglunni þegar Stjarnan var í sókn. Manni færri náðu KR-stelpur aftur forystunni, Alma Mathiesen átti skot í varnarmann rétt utan teigs, boltinn barst inn í teiginn og þar var hún sjálf mætt fyrst á boltann og skoraði með frábærri afgreiðslu framhjá Birtu Guðlaugsdóttur í marki Stjörnunnar. Aftur mátti setja spurningarmerki við vörn Stjörnunnar. Staðan í hálfleik 1-2 fyrir gestunum. vísir/vilhelm Stjarnan sótti mun meira í seinni hálfleik og uppskar mark á 60. mínútu þegar Snædís María Jörundsdóttir skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Smá heppnisstimpill yfir markinu en Laufey Björnsdóttur var að reyna að hreinsa boltann frá eftir fyrirgjöf en hreinsaði þess í stað beint í Snædís og þaðan fór boltinn í netið. Stjarnan stýrði leiknum sóknarlega en náði ekki að finna neinar opnanir á þéttri vörn KR. KR-liðið beitti snöggum skyndisóknum á meðan. Það var svo á 89. mínútu að Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Stjörnunnar, á arfaslaka sendingu fram sem endar beint á Katrínu Ómarsdóttur, Katrín sendir á Katrínu Ásbjörns, sem leikur á vörn Stjörnunnar og skorar framhjá Birtu. 3-2 fyrir KR og reyndist þetta sigurmark leiksins. KR er komið í þrjú stig eftir fjóra leiki en Stjarnan er með sex stig eftir sex leiki. Af hverju vann KR? Þær voru með gæði fram á við til að klára sín færi, á meðan Stjarnan sem fékk töluvert fleiri færi náði ekki að nýta sér þau. Þá má tala um varnarmistök Stjörnunnar í öllum mörkum KR en KR-vörnin var afar þétt. Baráttan í KR-liðinu var til fyrirmyndar. Hverjar stóðu upp úr? Auðvelt að benda á Katrínu Ásbjörns og Ölmu Mathiesen, markaskoraranna úr sigurliðinu. Lára Kristín og Katrín Ómars áttu einnig góðan leik og í rauninni KR-liðið í heild. Hjá Stjörnunni stóðu Hugrún Elvarsdóttir, Betsy og Birna Jóhanns upp úr. Hvað gekk illa? Vörn Stjörnunnar, það má í raun klína öllum mörkum KR á varnarmistök heimakvenna þó að markaskorarar KR ættu eftir að gera heilmikið til að klára færin. Hvað gerist næst? KR mætir Þrótti heima og Stjarnan fer í Árbæinn og mætir Fylki. Jóhannes Karl á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm Jóhannes Karl: Vildum þetta meira „Ég er bara feykilega sáttur og stoltur af liðinu. Þetta var bara frábært hugarfar, lenda manni undir, mikið mótlæti og koma til baka og skora tvö mörk manni færri, bara frábært,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR sáttur með úrslit leiksins. „Menn eru ósáttir við hvar við stöndum í deildinni og það var kominn tími á að setja stig á töfluna og ég held að það hafi sést í dag að það var eitt lið á vellinum með núll stig og hitt var með sex, og við vildum þetta meira og lögðum okkur eftir því. Vinnusemin var til fyrirmyndar,“ sagði Jóhannes að lokum. Katrín fagnar sigurmarkinu í kvöld.vísir/vilhelm Katrín Ásbjörnsdóttir: Þurftum að líta inn á við „Við lentum einum færri mjög snemma, glórulaust spjald að mínu mati og við þurftum þá bara að þétta liðið, gerðum það vel og vorum svo bara þolinmóðar í lokin og náðum að setja mjög mikilvægt mark, sem er bara frábært fyrir okkur og fyrstu þrjú stigin,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir glöð í bragði eftir sigur KR í kvöld. Hún skoraði tvö marka KR í kvöld. Katrín telur að mögulega hafi það að liðið fór í sóttkví hjálpað þeim að líta inn á við og byrja frá grunni. „Við þurftum bara að líta inn á við og fókusa á okkur og það var rosalega erfitt að vera fjær öllu liðinu í sóttkví, vera bara einn. Við gerðum okkar besta í því og fengum bara gott prógram og ég held að það hafi bara gert okkur gott að kúpla okkur aðeins út og byrja upp á nýtt og gott að koma til baka úr sóttkví í bikarleik, aðeins annað mót finnst mér, tökum þann sigur og byggjum ofan á það og mér fannst við gera það á móti Stjörnunni í dag að við erum að spila eins og við spiluðum í seinni hálfleik á móti Tindastól í síðasta leik, þannig ég held að þetta sé allt að koma hjá okkur.“ „Þetta sýnir bara hvað í þessu liði býr og vonandi er þetta eitthvað sem mun koma hjá okkur og við byggjum ofan á það,“ sagði Katrín að lokum eftir sterkan sigur KR. Kristján var allt annað en sáttur með varnarleikinn í kvöld.vísir/vilhelm Kristján: Sanngjarn sigur KR „Þetta var réttlátur sigur hjá KR, þær börðust vel og nýttu sín færi fullkomnlega, þannig vinnuru leikina,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. Hann var ekki sáttur með varnarleik síns liðs í kvöld. „Þau eru alveg rosaleg mistökin í öllum mörkunum og varnarleikurinn okkar undanfarið er bara hryllilegur, eitt orð yfir það. Þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir núna áður en við mætum Fylki, þetta gengur ekki upp.“ Stjarnan náði að jafna leikinn í stöðunni 1-1 og KR missir síðan mann af velli. Spurður hvað fór úrskeiðis hjá sínu liði telur hann að það hafi ekki nýtt færin nógu vel og gert of dýr mistök varnarlega. „KR spilar bara góða vörn og við náum ekki að búa til nógu opin færi. Þegar við náum að búa til einhver færi þá nýtum við þau alveg sorglega illa og Ingibjörg nær svo að verja í nokkur skipti þannig að þeirra færi eru opnari og þær skora, okkar mistök voru stærri en KR-liðið var bara mjög þétt og vann þennan leik alveg sanngjarnt.“ „Við þurfum að bæta varnarleikinn, það er bara eins og okkur líði alveg virkilega illa í varnarleiknum og aftast á vellinum, okkur þarf að líða betur með að verja markið okkar en eins og staðan er núna þá líður okkur verulega illa,“ sagði Kristján að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti