Mitt stærsta afrek ef Ísland kæmist á EM - „Allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 12:00 Erik Hamrén og Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, fagna innilega í sigri gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli. VÍSIR/GETTY Erik Hamrén er orðinn langeygður eftir því að fá að hitta lærisveina sína í íslensk karlalandsliðinu í fótbolta. Átta mánuðir eru liðnir síðan að hann var síðast með aðalhópinn sinn en biðinni lýkur þegar Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september, í Þjóðadeildinni. Hamrén segist í viðtali við FIFA sjá sitthvað jákvætt við hléið langa frá fótboltanum, sem er afleiðing kórónuveirufaraldursins, þar sem hann hafi getað varið meiri tíma með fjölskyldunni og spilað meira golf en vanalega. „Samt sem áður sakna ég fótboltans mikið og ég hlakka til að byrja almennilega aftur. Ég hitti leikmennina síðast í nóvember svo biðin var orðin löng jafnvel áður en öllu var skellt í lás. Og við vorum allir farnir að hlakka mikið til og undirbúa okkur fyrir EM umspilsleikina. Það er því frábært að það sé að styttast í þá,“ sagði Hamrén. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 8. október og sigurliðið í þeim leik mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Þangað stefna Hamrén og hans menn fullum fetum. Hamrén fór með Svíþjóð á EM 2012 og 2016, og hefur unnið danska og norska meistaratitilinn, en tekur undir að það yrði sitt stærsta afrek að koma Íslandi á EM: „Það yrði það sennilega, einfaldlega vegna þess hve mikill munur er á stærð þjóðanna, og vegna þess að nánast allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd; að taka við þessu starfi. Það yrði algjörlega stórkostlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland að komast á þrjú stórmót í röð, og já, ég held að það yrði mitt stærsta afrek sem þjálfari,“ sagði Hamrén. Erik Hamrén hlakkar mikið til að komast aftur á Laugardalsvöll til að stýra íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM Eina vandamálið verið meiðsli lykilmanna Fólk taldi Hamrén „klikkaðan“ að taka við íslenska landsliðinu þar sem að leiðin gæti eiginlega aðeins legið niður á við, eftir að liðið hafði komist á EM og HM auk þess sem leikmannahópurinn sem að þeim afrekum stóð var tekinn að eldast. Hamrén var spurður út í það hvort einhver endurnýjun hefði átt sér stað í liðinu og kvaðst ekki kvíða framtíðinni en benti á að enn væri nóg eftir á tanknum hjá gullkynslóðinni. „Ég hef verið mjög ánægður með leikmennina hvað þetta varðar. Ég velti þessari spurningu fyrir mér þegar ég tók við; hafa þessir eldri leikmenn enn hæfileikana og hungrið til að ná enn meiri mögnuðum árangri með Íslandi? Og ég hef séð að svo er. Ég er svakalega ánægður með hugarfarið þeirra. Eina vandamálið sem við höfum glímt við, sem hafði áhrif á fyrri þjálfara líka, eru meiðsli mikilvægra leikmanna. Fólkið hérna sagði mér að byrjunarliðið hefði nánast verið það sama í fjögur ár, og sá stöðugleiki hefur hjálpað mikið. Þannig hefur þetta hins vegar ekki verið síðustu ár, og ef að nokkrir lykilmenn eru meiddir er það mun erfiðara fyrir fámenna þjóð, með færri leikmenn til að velja úr. Þetta hefur þó gefið okkur tækifæri til að taka inn og prófa yngri leikmenn, og sumir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé svo sannarlega framtíð hjá Íslandi þegar þessi magnaða kynslóð hættir að spila,“ sagði Hamrén. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira
Erik Hamrén er orðinn langeygður eftir því að fá að hitta lærisveina sína í íslensk karlalandsliðinu í fótbolta. Átta mánuðir eru liðnir síðan að hann var síðast með aðalhópinn sinn en biðinni lýkur þegar Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september, í Þjóðadeildinni. Hamrén segist í viðtali við FIFA sjá sitthvað jákvætt við hléið langa frá fótboltanum, sem er afleiðing kórónuveirufaraldursins, þar sem hann hafi getað varið meiri tíma með fjölskyldunni og spilað meira golf en vanalega. „Samt sem áður sakna ég fótboltans mikið og ég hlakka til að byrja almennilega aftur. Ég hitti leikmennina síðast í nóvember svo biðin var orðin löng jafnvel áður en öllu var skellt í lás. Og við vorum allir farnir að hlakka mikið til og undirbúa okkur fyrir EM umspilsleikina. Það er því frábært að það sé að styttast í þá,“ sagði Hamrén. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 8. október og sigurliðið í þeim leik mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Þangað stefna Hamrén og hans menn fullum fetum. Hamrén fór með Svíþjóð á EM 2012 og 2016, og hefur unnið danska og norska meistaratitilinn, en tekur undir að það yrði sitt stærsta afrek að koma Íslandi á EM: „Það yrði það sennilega, einfaldlega vegna þess hve mikill munur er á stærð þjóðanna, og vegna þess að nánast allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd; að taka við þessu starfi. Það yrði algjörlega stórkostlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland að komast á þrjú stórmót í röð, og já, ég held að það yrði mitt stærsta afrek sem þjálfari,“ sagði Hamrén. Erik Hamrén hlakkar mikið til að komast aftur á Laugardalsvöll til að stýra íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM Eina vandamálið verið meiðsli lykilmanna Fólk taldi Hamrén „klikkaðan“ að taka við íslenska landsliðinu þar sem að leiðin gæti eiginlega aðeins legið niður á við, eftir að liðið hafði komist á EM og HM auk þess sem leikmannahópurinn sem að þeim afrekum stóð var tekinn að eldast. Hamrén var spurður út í það hvort einhver endurnýjun hefði átt sér stað í liðinu og kvaðst ekki kvíða framtíðinni en benti á að enn væri nóg eftir á tanknum hjá gullkynslóðinni. „Ég hef verið mjög ánægður með leikmennina hvað þetta varðar. Ég velti þessari spurningu fyrir mér þegar ég tók við; hafa þessir eldri leikmenn enn hæfileikana og hungrið til að ná enn meiri mögnuðum árangri með Íslandi? Og ég hef séð að svo er. Ég er svakalega ánægður með hugarfarið þeirra. Eina vandamálið sem við höfum glímt við, sem hafði áhrif á fyrri þjálfara líka, eru meiðsli mikilvægra leikmanna. Fólkið hérna sagði mér að byrjunarliðið hefði nánast verið það sama í fjögur ár, og sá stöðugleiki hefur hjálpað mikið. Þannig hefur þetta hins vegar ekki verið síðustu ár, og ef að nokkrir lykilmenn eru meiddir er það mun erfiðara fyrir fámenna þjóð, með færri leikmenn til að velja úr. Þetta hefur þó gefið okkur tækifæri til að taka inn og prófa yngri leikmenn, og sumir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé svo sannarlega framtíð hjá Íslandi þegar þessi magnaða kynslóð hættir að spila,“ sagði Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjá meira