„Við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. júlí 2020 21:41 Óskar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára Það var kanski vitað mál að Óskar Hrafn þjálfari Blika myndi ekki vera brosandi þegar blaðamaður náði tali af honum og það varð raunin. „Það má segja það, við vorum ekki tilbúnir og vorum ólíkir sjálfum okkar í fyrri hálfleik og gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því hvernig við byrjuðum leikinn,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í leikinn. KR hafa verið þekktir fyrir að stýra leikjum sem þeir komast yfir í og var Óskar spurður að því hvort sú hafi verið raunin í kvöld að hans menn hafi ekki fundið lausnir á leik KR. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ „Ég var hæstánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur og við hefðum alveg getað jafnað leikinn ef að því er að skipta. Fyrri hálfleikurinn samt með því daprasta sem við höfum sýnt.“ Óskar var þá spurður að því hvort KR hafi grætt á því fyrir þennan leik að hafa fengið hvíld í seinustu umferð. Þjálfari Blika var ekki alveg á því „Þú segir það en ég ætla ekkert að dæma um það. Sumir spila þrjá leiki á sjö dögum á meðan aðrir spila einn þannig að já já það hjálpar til. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við getum ekki notað það sem afsökun. Það er bara eins og það er en hvort það er hluti af skýringunni á því að við vorum seinir úr startholunum. Eftir stendur að KR-ingar voru betri en við og unnu þennan leik.“ „Ég þarf náttúrlega bara að segja við þá að þetta var bara fótboltaleikur sem tapaðist. Það gerðist ekkert meira og við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum drengjum, þeir eru mannlegir og menn eru ekki alltaf í sínu allra allra besta formi. Það er bara leiðinlegt að það hafi verið í dag í fyrri hálfleik en þú stjórnar því ekki“, sagði Óskar að lokum en hann var spurður að því hvað hann þurfi að segja við strákana sína. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Það var kanski vitað mál að Óskar Hrafn þjálfari Blika myndi ekki vera brosandi þegar blaðamaður náði tali af honum og það varð raunin. „Það má segja það, við vorum ekki tilbúnir og vorum ólíkir sjálfum okkar í fyrri hálfleik og gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því hvernig við byrjuðum leikinn,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í leikinn. KR hafa verið þekktir fyrir að stýra leikjum sem þeir komast yfir í og var Óskar spurður að því hvort sú hafi verið raunin í kvöld að hans menn hafi ekki fundið lausnir á leik KR. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ „Ég var hæstánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur og við hefðum alveg getað jafnað leikinn ef að því er að skipta. Fyrri hálfleikurinn samt með því daprasta sem við höfum sýnt.“ Óskar var þá spurður að því hvort KR hafi grætt á því fyrir þennan leik að hafa fengið hvíld í seinustu umferð. Þjálfari Blika var ekki alveg á því „Þú segir það en ég ætla ekkert að dæma um það. Sumir spila þrjá leiki á sjö dögum á meðan aðrir spila einn þannig að já já það hjálpar til. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við getum ekki notað það sem afsökun. Það er bara eins og það er en hvort það er hluti af skýringunni á því að við vorum seinir úr startholunum. Eftir stendur að KR-ingar voru betri en við og unnu þennan leik.“ „Ég þarf náttúrlega bara að segja við þá að þetta var bara fótboltaleikur sem tapaðist. Það gerðist ekkert meira og við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum drengjum, þeir eru mannlegir og menn eru ekki alltaf í sínu allra allra besta formi. Það er bara leiðinlegt að það hafi verið í dag í fyrri hálfleik en þú stjórnar því ekki“, sagði Óskar að lokum en hann var spurður að því hvað hann þurfi að segja við strákana sína.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05