Shaq bauð Barkley peningabúnt fyrir bara eitt rétt svar í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 11:30 Charles Barkley er mjög farsæll sjónvarpsmaður enda með sterkar skoðanir og þá getur hann líka tekið gríni. Getty/Streeter Lecka Það styttist í það að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað eftir margra mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldarins og það þýðir jafnframt að strákarnir á TNT eru komnir á skjáinn á nýjan leik. „Inside the NBA“ þátturinn á TNT sjónvarpsstöðinni fjallar um NBA-deildina í körfubolta en hún er nú að fara aftur af stað eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Stjörnur þáttarins, goðsagnirnar Charles Barkley og Shaquille O'Neal voru að sjálfsögðu mættar í fyrsta þáttinn. Reglulegur liður í „Inside the NBA“ þættinum er að láta Charles Barkley giska á með hvaða liði ákveðnir leikmenn í NBA-deildinni spila. Shaquille O'Neal sparar það ekki að skjóta á Sir Charles og að þessu sinni fór hann nýja leið. Leikmennirnir sem um ræðir í þessum lið eru auðvitað ekki stærstu stjörnur NBA-deildarinnar heldur oft flökkukindurnar. Leikmenn sem hafa skapað sér nafn í deildinni en hafa spilað með mörgum liðum. Charles Barkley hefur sterkar skoðanir á körfubolta en fylgist kannski ekki alveg með flakki þessara leikmanna á milli liða. Það þýðir að honum gengur ekki vel í þessum lið í „Inside the NBA“ þættinum. Honum gengur oft hryllilega illa. Charles Barkley byrjaði samt sem áður frábærlega að þessu sinni og var með fyrsta manninn rétt en það þótti hinum merkilegur árangur hjá honum. Svo fór reyndar að halla undan fæti hjá Barkley. Shaquille O'Neal ákvað að kynda í sínum manni með því að bjóða honum heilt peningabúnt af hundrað dollara seðlum fyrir bara eitt rétt svar í viðbót. Það má sjá hvernig Charles Barkley gekk eftir það hér fyrir neðan. Charles gave it his best shot on Who He Play For? NBA restart edition ?? pic.twitter.com/BxNPEq0Ew0— NBA on TNT (@NBAonTNT) July 10, 2020 NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira
Það styttist í það að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað eftir margra mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldarins og það þýðir jafnframt að strákarnir á TNT eru komnir á skjáinn á nýjan leik. „Inside the NBA“ þátturinn á TNT sjónvarpsstöðinni fjallar um NBA-deildina í körfubolta en hún er nú að fara aftur af stað eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldarins. Stjörnur þáttarins, goðsagnirnar Charles Barkley og Shaquille O'Neal voru að sjálfsögðu mættar í fyrsta þáttinn. Reglulegur liður í „Inside the NBA“ þættinum er að láta Charles Barkley giska á með hvaða liði ákveðnir leikmenn í NBA-deildinni spila. Shaquille O'Neal sparar það ekki að skjóta á Sir Charles og að þessu sinni fór hann nýja leið. Leikmennirnir sem um ræðir í þessum lið eru auðvitað ekki stærstu stjörnur NBA-deildarinnar heldur oft flökkukindurnar. Leikmenn sem hafa skapað sér nafn í deildinni en hafa spilað með mörgum liðum. Charles Barkley hefur sterkar skoðanir á körfubolta en fylgist kannski ekki alveg með flakki þessara leikmanna á milli liða. Það þýðir að honum gengur ekki vel í þessum lið í „Inside the NBA“ þættinum. Honum gengur oft hryllilega illa. Charles Barkley byrjaði samt sem áður frábærlega að þessu sinni og var með fyrsta manninn rétt en það þótti hinum merkilegur árangur hjá honum. Svo fór reyndar að halla undan fæti hjá Barkley. Shaquille O'Neal ákvað að kynda í sínum manni með því að bjóða honum heilt peningabúnt af hundrað dollara seðlum fyrir bara eitt rétt svar í viðbót. Það má sjá hvernig Charles Barkley gekk eftir það hér fyrir neðan. Charles gave it his best shot on Who He Play For? NBA restart edition ?? pic.twitter.com/BxNPEq0Ew0— NBA on TNT (@NBAonTNT) July 10, 2020
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira