Pólverjar kjósa sér forseta í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 13:16 Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag. Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag.
Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48