Pólverjar kjósa sér forseta í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 13:16 Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag. Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. Kjörstaðir í Póllandi opnuðu klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma. Mikil spenna er í loftinu enda hafa skoðanakannanir síðustu daga sýnt að frambjóðendurnir tveir, Andrezj Duda forseti og Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, séu hnífjafnir. Frambjóðendurnir tefla fram ólíkri framtíðarsýn í mörgum málaflokkum, eins og félags- og utanríkismálum. Mikið hefur verið gert úr frjálslyndri afstöðu Trzaskowski í málefnum kvenna og hinseginfólks. Þá hefur Trzaskowski einnig lýsti því yfir að hann vilji að Pólland taki virkari þátt í störfum Evrópusambandsins. Hins vegar er talið líklegt að vinni Duda muni hann reyna að koma í gegn breytingum á réttarkerfinu og haldi áfram að klekkja á réttindum hinsegin fólks og muni ríghalda í andstöðu sína við þungunarrofi. Pólskir kjósendur mæta á kjörstaði til að kjósa næsta forseta landsins.EPA-EFE/Grzegorz Momot Duda hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna en náði þó ekki 50% atkvæða sem þarf til að hljóta kjör til forseta. Þá er talið að Trzaskowski hljóti mikinn meirihluta þeirra atkvæða sem greidd voru öðrum frambjóðendum í fyrri umferð. Duda er mikill stuðningsmaður stjórnarflokksins, Lög og réttlæti (PiS), en líklegt er að tapi hann kosningunum geti stjórnarandstöðuflokkarnir náð í gegn ýmsum málum sem áður var ekki mögulegt. Forsetinn hefur neitunarvaldsrétt á lagafrumvörp þannig að endurkjör Duda myndi koma stjórnarflokknum vel, en hann var eitt sinn meðlimur í flokknum. Duda hefur verið harðlega gagnrýndur í kosningabaráttunni fyrir ummæli sem hann lét falla um hinseginmál, en hann sagði „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma. Eftir að Trzaskowski tilkynnti framboð sitt í maí varð hann fljótt sá frambjóðandi sem talinn var geta veitt Duda almennilega samkeppni. Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár en hann vann borgarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum árið 2018 og var slagorð hans í borgarstjórakosningunum „Varsjá fyrir alla.“ Þá hefur hann sagt að þetta sé tækifærið fyrir pólska kjósendur til að breyta stefnu Póllands. Það séu þessar kosningar sem muni breyta öllu. Á fjórða þúsund Pólverja eru á kjörskrá á Íslandi og hafa þeir geta greitt atkvæði í pólska sendiráðinu í Reykjavík frá því klukkan níu í morgun. Kjörstaðir í Póllandi loka klukkan 7 að íslenskum tíma í kvöld og fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega upp úr því. Lokaniðurstöður gætu þó ekki legið fyrir fyrr en á miðvikudag.
Pólland Tengdar fréttir Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48