Sport

Vigdís hefur bætt eigið Íslandsmet ítrekað en vill gera betur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vigdís hefur bætt eigið Íslandsmet í sleggjukasti aftur og aftur.
Vigdís hefur bætt eigið Íslandsmet í sleggjukasti aftur og aftur. Mynd/Stöð 2

Vigdís Jónsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti. Hún stefnir á Ólympíuleikana þegar fram líða stundir. Vigdís hefur verið að kasta frábærlega í sumar og hefur bætt eigið Íslandsmet í sleggjukasti aftur og aftur. 

Best hefur hún kastað 62,70 metra.

Vigdís ræddi við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í dag. Innslagið má finna í spilaranum neðst í fréttinni.

„Við verðum bara að láta þennan sentimetra duga í bili. Við vitum að það er meira inni og þetta er mjög nálægt því að fara langt,“ sagði Vigdís við Júlíönu Þóru í dag. Vigdís bætti eigið met um einn sentimetra en telur sig eiga nóg inni.

„Ég datt í rosalega lægð í Covid og síðustu 2-3 ár hefur ekkert verið að ganga hjá mér. Nú er ég að ná sama dampi og fyrir 2-3 árum. Mér finnst gaman að keppa og markmiðið er alltaf að komast á Ólympíuleikana,“ sagði Vigdís einnig.

Klippa: Vigdís hefur bætt eigið Íslandsmet ítrekað en vill gera betur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×