Fimm létust í gíslatöku í kirkju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 17:11 Fimm létust í árásinni. Getty/Frikkie Kapp Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. Þá hefur lögreglan handtekið minnst fjörutíu einstaklinga og lagt hald á tugi vopna. Miklar deilur hafa verið um forystu kirkjunnar, sem kallast International Pentecostal Holiness Church, og kviknuðu deilurnar eftir að fyrrverandi leiðtogi hennar lést árið 2016. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið í hópi andstæðinga núverandi leiðtogans en lögreglan hefur áður verið kölluð þangað þegar safnaðarmeðlimir hófust handa við að skjóta á hvorn annan árið 2018. Árið áður höfðu fjármál kirkjunnar vakið mikla athygli þegar ásakanir um að 110 milljón rönd, að jafnvirði 925 milljóna íslenskra króna, hefðu horfið litu dagsins ljós. Að sögn talsmanns lögreglunnar gerðu árásarmennirnir kirkjugestum viðvart og sögðust þeir ætla að taka yfir kirkjuna. Útkall til lögreglu barst klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Þá sagði hann að fjórir hafi fundist látnir, en þeir höfðu verið skotnir í bílum sínum og kveikt í þeim. Þá var öryggisvörður, sem svaraði útkallinu, einnig skotinn til bana. Fimm rifflar, sextán haglabyssur og þrettán skammbyssur, auk fleiri vopna fundust í kirkjunni þegar lögregla gerði þar húsleit. Þá greindi lögreglan frá því að meðal þeirra sem voru handteknir voru hermenn í Suður-Afríska hernum, lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Jóhannesarborg og fulltrúar Fangamálastofnunar. Talið er að safnaðarmeðlimir kirkjunnar í Suður-Afríku séu um þrjár milljónir talsins. Suður-Afríka Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. Þá hefur lögreglan handtekið minnst fjörutíu einstaklinga og lagt hald á tugi vopna. Miklar deilur hafa verið um forystu kirkjunnar, sem kallast International Pentecostal Holiness Church, og kviknuðu deilurnar eftir að fyrrverandi leiðtogi hennar lést árið 2016. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið í hópi andstæðinga núverandi leiðtogans en lögreglan hefur áður verið kölluð þangað þegar safnaðarmeðlimir hófust handa við að skjóta á hvorn annan árið 2018. Árið áður höfðu fjármál kirkjunnar vakið mikla athygli þegar ásakanir um að 110 milljón rönd, að jafnvirði 925 milljóna íslenskra króna, hefðu horfið litu dagsins ljós. Að sögn talsmanns lögreglunnar gerðu árásarmennirnir kirkjugestum viðvart og sögðust þeir ætla að taka yfir kirkjuna. Útkall til lögreglu barst klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Þá sagði hann að fjórir hafi fundist látnir, en þeir höfðu verið skotnir í bílum sínum og kveikt í þeim. Þá var öryggisvörður, sem svaraði útkallinu, einnig skotinn til bana. Fimm rifflar, sextán haglabyssur og þrettán skammbyssur, auk fleiri vopna fundust í kirkjunni þegar lögregla gerði þar húsleit. Þá greindi lögreglan frá því að meðal þeirra sem voru handteknir voru hermenn í Suður-Afríska hernum, lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Jóhannesarborg og fulltrúar Fangamálastofnunar. Talið er að safnaðarmeðlimir kirkjunnar í Suður-Afríku séu um þrjár milljónir talsins.
Suður-Afríka Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira