Mótmælendur krefjast þess að Serbíuforseti ríghaldi í Kósovó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 13:28 Mótmælin hófust fyrr í vikunni vegna mikillar óánægju með viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur krefjast nú afsagnar forsetans og að hann sleppi ekki takinu af Kósovó. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum í gær en mótmælendur gagnrýna sérstaklega Aleksandar Vucic, forseta Serbíu og stefnu ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega því hvernig brugðist hefur verið við kórónuveirufaraldrinum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni og voru lögreglumenn klæddir í óeirðarhlífðarfatnað og voru margir þeirra á lögregluhestum í kring um þinghúsið til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans kæmust inn í þingbygginguna. Mótmælendur sem köstuðu steinum að lögreglu kyrjuðu „Við munum ekki sleppa tökunum af Kósovó,“ og „Vucic er þjófur.“ Mótmælin sem hófust fyrr í vikunni voru fyrst mótmæli vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum og slæmu efnahagsástandi en þau hafa þróast yfir í að vera mótmæli gegn forsetanum og ríkisstjórn landsins. Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu í febrúar árið 2008 en þá hafði landið aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kósovóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Serbar eru mjög óánægðir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Viðræður fara nú fram milli yfirvalda Serbíu og yfirvalda í Pristína, höfuðborg Kósovó, en það voru Þýskaland og Frakkland sem hvöttu til að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Að sögn Vucic ganga viðræðurnar vel. Serbía Kósovó Tengdar fréttir Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39 Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum í gær en mótmælendur gagnrýna sérstaklega Aleksandar Vucic, forseta Serbíu og stefnu ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega því hvernig brugðist hefur verið við kórónuveirufaraldrinum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni og voru lögreglumenn klæddir í óeirðarhlífðarfatnað og voru margir þeirra á lögregluhestum í kring um þinghúsið til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans kæmust inn í þingbygginguna. Mótmælendur sem köstuðu steinum að lögreglu kyrjuðu „Við munum ekki sleppa tökunum af Kósovó,“ og „Vucic er þjófur.“ Mótmælin sem hófust fyrr í vikunni voru fyrst mótmæli vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum og slæmu efnahagsástandi en þau hafa þróast yfir í að vera mótmæli gegn forsetanum og ríkisstjórn landsins. Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu í febrúar árið 2008 en þá hafði landið aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kósovóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Serbar eru mjög óánægðir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Viðræður fara nú fram milli yfirvalda Serbíu og yfirvalda í Pristína, höfuðborg Kósovó, en það voru Þýskaland og Frakkland sem hvöttu til að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Að sögn Vucic ganga viðræðurnar vel.
Serbía Kósovó Tengdar fréttir Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39 Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24