25 ár liðin frá voðaverkunum í Srebrenica Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 11:08 Konur kveikja á kertum í kirkjugarðinum fyrir alla þá sem létust í þjóðarmorðunum árið 1995 í Srebrenica. EPA/ FEHIM DEMIR Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica. Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Þess var minnst í gær að 25 ár eru liðin frá innrás hersveita Bosníu-Serba í bæinn Srebrenica í Bosníu. Innrásin markaði versta einstaka voðaverk Bosníustríðsins og versta fjöldamorð í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld, en um átta þúsund múslimar voru teknir af lífi á tíu daga tímabili í júlí 1995. Evrópuþingmenn komu saman í dag til að minnast voðaverksins, sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir enn vera opið sár í sögu álfunnar. Innrásin í Srebrenica var hluti af þjóðarmorðum Bosníu-Serba á múslimum á meðan á Bosníustríðinu stóð, sem var ein margra orrusta sem fóru fram þegar Júgóslavía féll á tíunda áratugnum. Bosnía og Herzegovina var sjálfsstjórnarríki í sambandsríkinu Júgóslavíu en það var fjölþjóðlegt ríki og voru þrjú stærstu þjóðarbrotin Bosníakar, Serbar og Króatar. Bænastund til minningar þjóðarmorðsins í Srebrenica.EPA/FEHIM DEMIR Bosnía og Herzegovina lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var ríkið viðurkennt af Bandaríkjunum og fjölda Evrópuríkja. Bosníu-Serbar viðurkenndu hins vegar ekki sjálfstæðisyfirlýsinguna og stuttu síðar réðust hersveitir Bosníu-Serbar - með stuðningi Serbneskra yfirvalda – inn í nýmótaða ríkið. Þeir beindu spjótum sínum sérstaklega að Bosníökum, sem eru flestir múslimar, með það að markmiði að stofna „Glæstari Serbíu,“ stefna sem nú hefur verið skilgreind sem þjóðernishreinsun. Hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica árið 1992 og tóku völd í bænum. Bosnískar hersveitir náðu þó að brjóta hersveitir Bosníu-Serba á bak aftur stuttu síðar. Í kjölfarið hófst umsátur um bæinn og byrgðir kláruðust fljótt og íbúar bæjarins sultu í hel. Minningarstund í Srebrenica í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá voðaverkunum í bænum.EPA/JASMIN BRUTUS Það var svo þann 6. Júlí 1995 sem hersveitir Bosníu-Serba réðust inn í Srebrenica að nýju. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið á svæðinu frá 1992 annað hvort lögðu niður vopn sín eða flúðu úr bænum. Þá gerðu loftárásir Nato, sem hafði verið kallað út til aðstoðar, gerðu lítið sem ekkert gagn. Bærinn féll innan fimm daga en meira en tuttugu þúsund bæjarbúa flúðu í næstu búðir friðarsveita SÞ. Morðin hófust svo daginn eftir. Karlmenn og drengir voru sérstaklega valdir, leiddir í burtu frá hópum bæjarbúa og skotnir. Þúsundir voru teknir af lífi og grafnir í fjöldagröfum. Einhverjar frásagnir benda jafnframt til þess að einhverjir þeirra hafi verið grafnir lifandi og að hinir fullorðnu hafi verið látnir horfa á börn sín þegar þau voru myrt. Fórnarlömb þjóðarmorðsins voru flest grafin í fjöldagröfum.EPA-EFE/ODD ANDERSEN Á meðan mennirnir voru myrtir voru konurnar og stúlkurnar leiddar út úr bænum og mörgum þeirra var nauðgað. Margar þeirra hafa greint frá því að á strætum bæjarins hafi lík legið á víð og dreif. Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna frá Hollandi sem höfðu verið í bænum gerðu ekkert til að sporna gegn atlögunni að múslimum í bænum og þeir fimm þúsund Bosníakar sem höfðu flúið í búðir Hollendinganna voru sendir aftur til Srebrenica.
Bosnía og Hersegóvína Serbía Mannréttindi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira