Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 23:44 Skimun fyrir kórónuveirunni í Wuhan í Kína þar sem faraldurinn hófst seint í fyrra. Sérfræðingar WHO ætla að kanna hvernig veiran stökk úr dýrum yfir í menn og undirbúa nánari rannsókn á upptökum faraldursins. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. Talið er að veiran hafi fyrst borist í menn úr dýrum á markaði í borginni Wuhan seint á síðasta ári. Starfsmenn WHO sem eru farnir til Kína eru sérfræðingar í faraldsfræði og dýraheilsu. Þeir eiga að vinna með kínverskum vísindamönnum að því að rannsaka hvernig veiran tók stökkið yfir í menn til að fá betri mynd af umfangi rannsóknar á upptökum faraldursins. „Við vitum að hún er mjög lík veiru í leðurblökum en fór hún í gegnum aðrar tegundir í millitíðinni? Þetta er spurning sem við verðum öll að fá svar við,“ sagði Margaret Harris, talskona WHO, í dag. Fleiri en tólf milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 öndunarfærasjúkdómnum, á heimsvísu. Af þeim hafa hátt í 560.000 manns látið lífið. Flest dauðsföllin hafa orðið í Bandaríkjunum, rúmlega 130.000, til þessa. Sex ríki tilkynntu um metfjölda nýrra smita í dag og í Flórída, sem er orðið að miðpunkti faraldursins vestanhafs, fjölgaði smitum mikið annan daginn í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Útlit er fyrir að fjölgun smita í Georgíu, Lúisíana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin þýði að enn verði sett met yfir fjölda nýrra daglegra smita í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir fjölgun smita í Flórida ætlar afþreyingarrisinn Walt Disney að halda sig við áform um að opna Disney World-skemmtigarðinn aftur fyrir gestum. Bandaríkjastjórn staðfesti í vikunni að hún ætli sér að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina vegna óánægju Donalds Trump forseta með viðbrögð hennar við faraldrinum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. Talið er að veiran hafi fyrst borist í menn úr dýrum á markaði í borginni Wuhan seint á síðasta ári. Starfsmenn WHO sem eru farnir til Kína eru sérfræðingar í faraldsfræði og dýraheilsu. Þeir eiga að vinna með kínverskum vísindamönnum að því að rannsaka hvernig veiran tók stökkið yfir í menn til að fá betri mynd af umfangi rannsóknar á upptökum faraldursins. „Við vitum að hún er mjög lík veiru í leðurblökum en fór hún í gegnum aðrar tegundir í millitíðinni? Þetta er spurning sem við verðum öll að fá svar við,“ sagði Margaret Harris, talskona WHO, í dag. Fleiri en tólf milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 öndunarfærasjúkdómnum, á heimsvísu. Af þeim hafa hátt í 560.000 manns látið lífið. Flest dauðsföllin hafa orðið í Bandaríkjunum, rúmlega 130.000, til þessa. Sex ríki tilkynntu um metfjölda nýrra smita í dag og í Flórída, sem er orðið að miðpunkti faraldursins vestanhafs, fjölgaði smitum mikið annan daginn í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Útlit er fyrir að fjölgun smita í Georgíu, Lúisíana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin þýði að enn verði sett met yfir fjölda nýrra daglegra smita í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir fjölgun smita í Flórida ætlar afþreyingarrisinn Walt Disney að halda sig við áform um að opna Disney World-skemmtigarðinn aftur fyrir gestum. Bandaríkjastjórn staðfesti í vikunni að hún ætli sér að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina vegna óánægju Donalds Trump forseta með viðbrögð hennar við faraldrinum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11