Valur sigraði ÍBV 3-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Það tók Val ekki nema tíu mínútur að gera út um leikinn.
Elín Metta Jensen skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á 5. og 8. mínútu. Ída Marín Hermannsdóttir bætti síðan við þriðja markinu á 10. mínútu leiksins og var leikurinn í rauninni búinn á þeirri stundu.
Valskonur náðu ekki að skora meira í leiknum en Margrét Íris Einarsdóttir náði að koma inn sárabótarmarki fyrir ÍBV í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 og er Valur kominn áfram í 8-liða úrslit.
Dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:00.