Maxwell krefst lausnar gegn gjaldi og vísar ásökunum á bug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2020 18:43 Ghislaine Maxwell hefur krafist lausnar gegn gjaldi en hún vísar öllum ásökunum á hendur sér alfarið á bug. AP Photo/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og samverkakona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitar alfarið ásökunum um að hún hafi lokkað ungar stúlkur svo að hann gæti beitt þær kynferðisofbeldi. Þá segist hún jafnframt eiga það skilið að vera leyst úr haldi gegn greiðslu. Ghislaine sótti um lausn hjá héraðsdómstóli í Manhattan átta dögum eftir að hún var handtekin í New Hampshire. Yfirvöld segja að hún hafi verið þar í felum á stórri landareign sem hún keypti undir nafnleynd. Maxwell harðneitar öllum ásökunum og hyggst berjast af fullum krafti gegn þeim. Hún segist jafnframt eiga að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Síðan á mánudag hefur Maxwell verið vistuð í fangelsi í Brooklyn í New York. Þá segist hún jafnframt ekki líkleg til að flýja, enda sé hún ekki á sakaskrá og hún hafi ákveðið að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að Epstein var handtekinn í júlí á síðasta ári. Þá segir hún einnig mikla hættu á því að hún smitist af Covid-19 í varðhaldinu. Saksóknarar telja mikla hættu á því að gangi Maxwell laus muni hún flýja úr landi og telja því best að hún verði bak við lás og slá fram að réttarhöldunum. Þá telja þeir einnig mikla hættu á að Maxwell taki eigið líf, svo mikið óttast þeir það að við fangelsisvistun voru öll rúmföt og föt tekin af henni og henni gert að klæðast fatnaði úr pappír. Þá hafa auknar öryggisráðstafanir verið gerðar og hefur fangavörðum í fangelsinu verið fjölgað. Mikil hætta er talin á að samfangar hennar reyni að verða henni að meini. Réttarhöldin hefjast þann 14. júlí næstkomandi og gæti Maxwell átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi ef hún verður sakfelld. Hún er sökuð um að hafa á árunum 1994-1997 lokkað ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, til starfa hjá Epstein, sem hann síðan misnotaði kynferðislega. Nærri ár var liðið síðan Epstein var handtekinn þar til Maxwell var handtekin, en Epstein vísaði öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og mansal á bug. Hann var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna bæði í Flórída og Manhattan í New York. Epstein framdi sjálfsvíg eftir að hann var handtekinn á meðan hann sat í fangelsi á Manhattan. Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37 Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og samverkakona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitar alfarið ásökunum um að hún hafi lokkað ungar stúlkur svo að hann gæti beitt þær kynferðisofbeldi. Þá segist hún jafnframt eiga það skilið að vera leyst úr haldi gegn greiðslu. Ghislaine sótti um lausn hjá héraðsdómstóli í Manhattan átta dögum eftir að hún var handtekin í New Hampshire. Yfirvöld segja að hún hafi verið þar í felum á stórri landareign sem hún keypti undir nafnleynd. Maxwell harðneitar öllum ásökunum og hyggst berjast af fullum krafti gegn þeim. Hún segist jafnframt eiga að vera talin saklaus uns sekt er sönnuð. Síðan á mánudag hefur Maxwell verið vistuð í fangelsi í Brooklyn í New York. Þá segist hún jafnframt ekki líkleg til að flýja, enda sé hún ekki á sakaskrá og hún hafi ákveðið að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að Epstein var handtekinn í júlí á síðasta ári. Þá segir hún einnig mikla hættu á því að hún smitist af Covid-19 í varðhaldinu. Saksóknarar telja mikla hættu á því að gangi Maxwell laus muni hún flýja úr landi og telja því best að hún verði bak við lás og slá fram að réttarhöldunum. Þá telja þeir einnig mikla hættu á að Maxwell taki eigið líf, svo mikið óttast þeir það að við fangelsisvistun voru öll rúmföt og föt tekin af henni og henni gert að klæðast fatnaði úr pappír. Þá hafa auknar öryggisráðstafanir verið gerðar og hefur fangavörðum í fangelsinu verið fjölgað. Mikil hætta er talin á að samfangar hennar reyni að verða henni að meini. Réttarhöldin hefjast þann 14. júlí næstkomandi og gæti Maxwell átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi ef hún verður sakfelld. Hún er sökuð um að hafa á árunum 1994-1997 lokkað ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, til starfa hjá Epstein, sem hann síðan misnotaði kynferðislega. Nærri ár var liðið síðan Epstein var handtekinn þar til Maxwell var handtekin, en Epstein vísaði öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og mansal á bug. Hann var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna bæði í Flórída og Manhattan í New York. Epstein framdi sjálfsvíg eftir að hann var handtekinn á meðan hann sat í fangelsi á Manhattan.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37 Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell. 8. júlí 2020 06:37
Deutsche Bank sektaður vegna tengsla við Epstein Deutsche Bank, einn stærsti banki heims, hefur verið sektaður um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um 21 milljarð íslenskra króna fyrir að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með viðskiptum barnaníðingsins Jeffrey Epstein sem fóru fram í gegn um bankann. 7. júlí 2020 23:30
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent