Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 14:10 Háskólinn á Akureyri mun veita öllum umsækjendum með stúdentspróf skólavist. Háskólinn á Akureyri Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Þrátt fyrir fjölgun samþykktra umsókna þurfti að synja 600 um skólavist. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri þar sem segir að meirihluti þeirra sem fengu synjun hafi uppfyllt inntökuskilyrði skólans. Eftir samtöl við stjórnvöld um stöðuna í samfélaginu og stöðu Háskólans á Akureyri var ákveðið að samþykkja umsóknir allra þeirra sem eru með stúdentspróf. Staða Háskólans á Akureyri hefur verið til umræðu, þá sérstaklega eftir að dúx frá Framhaldsskólanum á Húsavík komst ekki inn í skólann þrátt fyrir góðan námsárangur og nær fullkomna ástundun. „Síðustu tvær vikur hefur átt sér stað mikil og góð umræða um stöðu Háskólans á Akureyri og þá staðreynd að mikil aðsókn síðustu ár hefur þrengt að möguleikum okkar til að fjölga nemendum enn frekar. Yfirlýsing stjórnvalda og stuðningur menntamálaráðherra við skólann og háskólakerfið í heild opna þann möguleika að unnt verði að fjölga nemendum í haust,“ er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni rektor. Staða umsækjenda með ígildi stúdentsprófs verður skoðuð Stefnt er að því að bæta einnig úr stöðu þeirra sem eru ekki með stúdentspróf eða eru með nám frá háskólabrúm annarra háskóla en háskólinn hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á móti nemendum með ígildi stúdentsprófs. Munu þeir fá svar frá háskólanum eftir 10. ágúst þegar mati á þeim umsóknum út frá inntökuskilyrðum er lokið, en fjöldatakmarkanir eru í gildi í hjúkrunarfræði, sálfræði og lögreglufræði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á skuldbindingu stjórnvalda stjórnvalda um fjármögnun háskóla og þeim aðstæðum sem eru uppi í íslensku samfélagi eftir kórónuveirufaraldurinn. Þó er ljóst að Háskólinn mun þurfa að beita aðgangstakmörkunum haustið 2021 nema aukin fjárframlög komi til í fjárlögum. „Háskólaráð setur því traust sitt á ríkisstjórn, menntamálaráðherra og Alþingi um að fjármögnun háskólans sé tryggð þannig að háskólinn geti haldið áfram að sinna því hlutverki að veita aðgengi að háskólanámi í sínu nærsamfélagi sem og í byggðum um land allt í gegnum stafræna miðlun náms og uppbyggingar háskólasamfélaga.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Þrátt fyrir fjölgun samþykktra umsókna þurfti að synja 600 um skólavist. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri þar sem segir að meirihluti þeirra sem fengu synjun hafi uppfyllt inntökuskilyrði skólans. Eftir samtöl við stjórnvöld um stöðuna í samfélaginu og stöðu Háskólans á Akureyri var ákveðið að samþykkja umsóknir allra þeirra sem eru með stúdentspróf. Staða Háskólans á Akureyri hefur verið til umræðu, þá sérstaklega eftir að dúx frá Framhaldsskólanum á Húsavík komst ekki inn í skólann þrátt fyrir góðan námsárangur og nær fullkomna ástundun. „Síðustu tvær vikur hefur átt sér stað mikil og góð umræða um stöðu Háskólans á Akureyri og þá staðreynd að mikil aðsókn síðustu ár hefur þrengt að möguleikum okkar til að fjölga nemendum enn frekar. Yfirlýsing stjórnvalda og stuðningur menntamálaráðherra við skólann og háskólakerfið í heild opna þann möguleika að unnt verði að fjölga nemendum í haust,“ er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni rektor. Staða umsækjenda með ígildi stúdentsprófs verður skoðuð Stefnt er að því að bæta einnig úr stöðu þeirra sem eru ekki með stúdentspróf eða eru með nám frá háskólabrúm annarra háskóla en háskólinn hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á móti nemendum með ígildi stúdentsprófs. Munu þeir fá svar frá háskólanum eftir 10. ágúst þegar mati á þeim umsóknum út frá inntökuskilyrðum er lokið, en fjöldatakmarkanir eru í gildi í hjúkrunarfræði, sálfræði og lögreglufræði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á skuldbindingu stjórnvalda stjórnvalda um fjármögnun háskóla og þeim aðstæðum sem eru uppi í íslensku samfélagi eftir kórónuveirufaraldurinn. Þó er ljóst að Háskólinn mun þurfa að beita aðgangstakmörkunum haustið 2021 nema aukin fjárframlög komi til í fjárlögum. „Háskólaráð setur því traust sitt á ríkisstjórn, menntamálaráðherra og Alþingi um að fjármögnun háskólans sé tryggð þannig að háskólinn geti haldið áfram að sinna því hlutverki að veita aðgengi að háskólanámi í sínu nærsamfélagi sem og í byggðum um land allt í gegnum stafræna miðlun náms og uppbyggingar háskólasamfélaga.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30