Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga í útlöndum til að skrá sig hjá borgaraþjónustunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 20:49 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. Vísir/Jóhann Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira