Borgarstjóri Seúl fannst látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2020 16:20 Park Won-soon hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann var jafnframt orðaður við forsetaembættið. Ap/Lee Jin-man Borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl fannst látinn í norðurhluta borgarinnar í dag. Þetta kemur fram í orðsendingu lögreglunnar sem birt er á vef suðurkóreska miðilsins Yonhap. Park Won-soon var 64 ára gamall en lýst var eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu í ráðhúsi Seúlborgar í dag. Dóttir borgarstjórans segir að hann hafi skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn. Í umfjöllun þarlendra miðla segir að skilaboðin hafi hljómað eins og erfðaskrá. Því eru leiddar að því líkur að um sjálfsvíg sé að ræða. Park mætti ekki heldur til vinnu í gær og bar hann fyrir sig veikindi. Umfangsmikil leit var gerð að borgarstjóranum.AP/Lee Jin-man Næstum 800 lögregluþjónar, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn leituðu að Park við heimili hans og nálægt símamastrinu þangað sem farsími hans tengdist síðast. Hann fannst að endingu í norðurhluta höfuðborgarinnar sem fyrr segir. Park var kjörinn borgarstjóri Seúl árið 2011 og var hann á þriðja og síðasta kjörtímabili sínu. Hann var af mörgum talinn líklegur forsetaframbjóðandi í kosningum ársins 2022. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Suður-Kórea Andlát Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl fannst látinn í norðurhluta borgarinnar í dag. Þetta kemur fram í orðsendingu lögreglunnar sem birt er á vef suðurkóreska miðilsins Yonhap. Park Won-soon var 64 ára gamall en lýst var eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu í ráðhúsi Seúlborgar í dag. Dóttir borgarstjórans segir að hann hafi skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn. Í umfjöllun þarlendra miðla segir að skilaboðin hafi hljómað eins og erfðaskrá. Því eru leiddar að því líkur að um sjálfsvíg sé að ræða. Park mætti ekki heldur til vinnu í gær og bar hann fyrir sig veikindi. Umfangsmikil leit var gerð að borgarstjóranum.AP/Lee Jin-man Næstum 800 lögregluþjónar, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn leituðu að Park við heimili hans og nálægt símamastrinu þangað sem farsími hans tengdist síðast. Hann fannst að endingu í norðurhluta höfuðborgarinnar sem fyrr segir. Park var kjörinn borgarstjóri Seúl árið 2011 og var hann á þriðja og síðasta kjörtímabili sínu. Hann var af mörgum talinn líklegur forsetaframbjóðandi í kosningum ársins 2022. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Suður-Kórea Andlát Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira