Jón Daði: Þegar dómarinn flautaði missti ég mig algjörlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 13:30 Jón Daði í leik gegn Nígeríu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn