Jón Daði: Þegar dómarinn flautaði missti ég mig algjörlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 13:30 Jón Daði í leik gegn Nígeríu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Selfyssingurinn og landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í mjög ítarlegu viðtali við vefsíðu Millwall – liði sínu í ensku B-deildinni – um sína sögu. Þar fer hann um víðan völl en byrjar auðvitað á að ræða leikinn sem Englendingar eru eflaust enn að klóra sér í höfðinu yfir. „Þegar dómarinn flautaði til leiksloka missti ég mig algjörlega eins og aðrir leikmenn liðsins, við fórum og fögnuðum með stuðningsmönnum Íslands. Þetta var brjálað en þegar við komum í búningsklefann eftir á þá sagði enginn neitt. Leikmenn störðu bara á gólfið og reyndu að átta sig á því hvað hafði gerst,“ svona byrjar Jón Daði sögu sína í viðtali sem hann var í á dögunum. Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að kveikja þér Jón Daði að ræða ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 hér að ofan. Var það fyrsta stórmót íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi. From semi-professional football in Iceland, to taking on Cristiano Ronaldo's Portugal in EURO 2016... This, is 'My Story: @jondadi'#Millwall— Millwall FC (@MillwallFC) July 7, 2020 „Ég flutti á Selfoss og byrjaði að æfa fótbolta þar sjö ára gamall. Fór í gegnum alla yngri flokka liðsins og upp í meistaraflokk. Það var alltaf markmiðið að komst upp í meistaraflokk og mögulega verða atvinnumaður síðar meir,“ segir Jón Daði um sín fyrstu skref í boltanum. „Það er ekki í boði að vera atvinnumaður á Íslandi svo ég var einnig að vinna á vellinum fyrir æfingar. Svo þegar ég var um tvítugt fór ég til Noregs og gerðist atvinnumaður.“ „Það var draumi líkast, sérstaklega þar sem þetta var fyrsti mótsleikurinn minn fyrir A-landsliðið. Ég bjóst ekki við því að vera í byrjunarliðinu svo ég ákvað að stökkva á tækifærið, ég hafði engu að tapa og hef verið í liðinu síðan,“ sagði Jón Daði um 3-0 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli þann 9. september 2014. Var þetta fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016 sem fram fór í Frakklandi og Jón Daði gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. „Við höfðum engu að tapa sem lið enda var þetta í fyrsta skipti sem við komumst á stórmót. Við vissum að við værum með gott lið og við vorum með okkar eigin væntingar. Þær voru nokkuð háar, við vildum komast upp úr riðlinum og sjá hversu langt við kæmumst,“ sagði framherjinn um væntingar íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Jón var spurður út í fyrsta leik Íslands á EM þar sem liðið mætti Portúgal og Cristiano Ronaldo. „Venjulega er mér alveg sama við hverja ég er að spila en það er eitthvað við Ronaldo. Einhver ára í kringum hann, nánast guðlegur en maður pældi ekki of mikið í því á meðan leik stóð. Við einbeittum okkur að okkur sjálfum og stóðum okkur nokkuð vel.“ „Þegar maður er krakki þá þykist maður vera að skora á stórmóti þegar maður er út á velli að leika sér. Að gera það svo í alvörunni er ótrúleg tilfinning. Sigurmarkið í lokin þýddi svo að við myndum mæta Englandi sem var eitthvað sem allir Íslendingar vildu,“ sagði Jón um Austurríkis leikinn sem tryggði Íslendingum leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum. Jón Daði í einum af fjölmörgum landsleikjum sínum gegn Tyrklandi.Vísir/Daniel Viðtalið í heild sinni má finna á vef Millwall en Jón fer yfir víðan völl þar og ræðir til að mynda ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Englandi á mótinu. Að sjálfsögðu var Víkingaklappið rætt sem og HM í Rússlandi. Þá ræðir Jón Daði einnig veru sína í Englandi en hann hefur leikið í ensku B-deildinni síðan um haustið 2016 með Wolverhampton Wanderers, Reading og nú Millwall. Milwall er í 11. sæti ensku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir, fimm stigum frá 6. sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira