Innlent

Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl

Kjartan Kjartansson skrifar
Þekkt er að jarðhitavatn berist út í jökulár úr sigkötlum í jöklinum við leysingar á sumrin.
Þekkt er að jarðhitavatn berist út í jökulár úr sigkötlum í jöklinum við leysingar á sumrin. Vísir/Jóhann K.

Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn.

Vegfarendur hafa tilkynnt Veðurstofunni um aukna brennisteinslykt á svæðinu. Gas getur sérstaklega safnast upp í lægðum í landslagi og eru ferðamenn hvattir til að fara að öllu með gát í færslu sem birtist á Facebook-síðu Veðurstofunnar í dag.

Nokkuð algengt er sagt að jarðhitavatn renni úr sigkötlum í jöklinum út í jökulár að sumri til þegar leysing á jöklinum hefur tekið við sér. Vatn hljóp úr öllum helstu sigkötlum á vatnasviði Múlakvíslar í fyrra. Því telur Veðurstofan að ekki sé óvenju mikið um uppsafnað vatn þar nú.

Síðustu daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið hægt vaxandi og talið er að jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sé að leka í...

Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, 8 July 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×