Lífið

Albert og Zac Efron ræða saman í Bláa Lóninu í nýrri stiklu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjallað er um Ísland í þáttunum. 
Fjallað er um Ísland í þáttunum. 

Á föstudaginn fara nýir þættir með leikaranum Zac Efron í loftið á Netflix.

Þættirnir bera nafnið Down to Earth with Zac Efron en þar ferðast hann um heiminn með Darin Olien og reyna þeir að finna út hvar og hvernig best sé að lifa heilsusamlegu lífi.

Á dögunum kom út stikla fyrir þættina en þeir voru að hluta til teknir upp hér á landi. Í stiklunni má sjá Albert Albertsson, hugmyndasmið Auðlindagarðsins, ræða við Efron í Bláa Lóninu.

Leikarinn var hér á landi árið 2018 þar sem hann hélt meðal annars upp á afmælið sitt.

Hér að neðan má sjá stikluna sjálfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.