WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:11 Maria van Kerkhove, sérfræðingur WHO sem hefur leitt viðbrögðin við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Vísir/EPA Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19