Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14
Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53
„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55