Aldrei spurning eftir að Olympiacos kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2020 14:25 Ögmundur á eftir að leika tvo leiki með AEL Larissa áður en hann fer til Olympiacos. getty/Nicolas Economou Grikklandsmeistarar Olympiacos gengu í dag frá kaupunum á markverðinum Ögmundi Kristinssyni frá AEL Larissa. Hann lék með Larissa í tvö ár og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með liðinu. „Þetta er búið að eiga sér smá aðdraganda. Ég hef heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma og það er gott að þetta gekk eftir,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos. Markvörðurinn er á leið til risa félags sem er það langsigursælasta í grískum fótbolta með 45 meistaratitla og 27 bikartitla. Þá er Olympiacos fastagestur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er mjög stórt skref upp á við og viðurkenning fyrir það hversu vel hefur gengið hjá mér í Grikklandi. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Ögmundur. Hann hafði úr nokkrum kostum að velja en Olympiacos heillaði mest. Það hefur verið mikið um þreifingar og áhuga en ekkert sem ég velti mikið fyrir mér eftir að ég heyrði af áhuga Olympiacos. Þá vissi ég alveg hvert ég vildi fara. Þetta er það stórt félag með stóra sögu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við um Olympiacos tala mjög vel um félagið. Jafnaldri hans og félagi í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, lék sem lánsmaður með Olympiacos fyrri hluta tímabilsins 2015-16. Hann skoraði m.a. eftirminnilegt sigurmark fyrir Olympiacos gegn Arsenal í Meistaradeildinni. „Við þekkjumst vel og ég heyrði aðeins í honum og spurði hann álits. Hann talaði mjög vel um félagið og allt í kringum það,“ sagði Ögmundur. Hann hlakkar til að spila með Olympiacos á stærsta sviðinu. „Auðvitað, þetta er lið sem er alltaf í Evrópukeppni. Það spilaði inn í ákvörðunina og eitthvað sem mig langaði að gera. Það er mjög spennandi.“ Ögmundur hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2014.getty/Nicolas Economou Eftir að hafa leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi færði Ögmundur sig um set til Grikklands 2018 þar sem honum hefur gengið allt í haginn. „Þetta var greinilega heillaskref. Ég sé ekki eftir þessu í dag. Planið var að stimpla mig inn á þessum tveimur árum og vonandi komast í stærra lið. Og það gekk eftir,“ sagði markvörðurinn. Portúgalinn José Sá hefur varið mark Olympiacos undanfarin tvö ár. Svo gæti farið að Ögmundi tæki við markvarðarstöðunni hjá grísku meisturunum af honum. „Markvörðurinn þeirra, sem hefur staðið sig frábærlega, hefur verið orðaður við hin og þessi lið og þeir þá að taka mig í staðinn. Ef það gerist hlýtur maður að fá tækifæri. En þetta er Olympiacos þannig ég geri ráð fyrir því að það verði samkeppni þarna,“ sagði Ögmundur. Tímabilið í Grikklandi stendur enn yfir og Ögmundur klárar það með Larissa. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Lamia 11. júlí og Xanthi viku seinna. Ögmundur segir ekki ljóst hvenær tímabilið 2020-21 hefst og þá flæki það málin að Olympiacos sé enn í Evrópudeildinni. Henni lýkur í ágúst en Ögmundur á ekki von á því að mega spila með Olympiacos þar. Ögmundur á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm Að sögn Ögmundar var ákvörðunin um að fara til Olympiacos ekki tekin með það í huga að auka möguleika hans á að verða aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. „Ég get ekki sagt að það hafi spilað inn í ákvörðunina að fara til Olympiacos. Ég fór bara í Olympiacos því það er risa félag sem sýndi mér áhuga og bauð mér góðan samning. En klárlega eykur þetta möguleika mína í landsliðinu en það verður að koma í ljós,“ sagði Ögmundur að endingu. Fótbolti Grikkland Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Grikklandsmeistarar Olympiacos gengu í dag frá kaupunum á markverðinum Ögmundi Kristinssyni frá AEL Larissa. Hann lék með Larissa í tvö ár og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með liðinu. „Þetta er búið að eiga sér smá aðdraganda. Ég hef heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma og það er gott að þetta gekk eftir,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos. Markvörðurinn er á leið til risa félags sem er það langsigursælasta í grískum fótbolta með 45 meistaratitla og 27 bikartitla. Þá er Olympiacos fastagestur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er mjög stórt skref upp á við og viðurkenning fyrir það hversu vel hefur gengið hjá mér í Grikklandi. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Ögmundur. Hann hafði úr nokkrum kostum að velja en Olympiacos heillaði mest. Það hefur verið mikið um þreifingar og áhuga en ekkert sem ég velti mikið fyrir mér eftir að ég heyrði af áhuga Olympiacos. Þá vissi ég alveg hvert ég vildi fara. Þetta er það stórt félag með stóra sögu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við um Olympiacos tala mjög vel um félagið. Jafnaldri hans og félagi í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, lék sem lánsmaður með Olympiacos fyrri hluta tímabilsins 2015-16. Hann skoraði m.a. eftirminnilegt sigurmark fyrir Olympiacos gegn Arsenal í Meistaradeildinni. „Við þekkjumst vel og ég heyrði aðeins í honum og spurði hann álits. Hann talaði mjög vel um félagið og allt í kringum það,“ sagði Ögmundur. Hann hlakkar til að spila með Olympiacos á stærsta sviðinu. „Auðvitað, þetta er lið sem er alltaf í Evrópukeppni. Það spilaði inn í ákvörðunina og eitthvað sem mig langaði að gera. Það er mjög spennandi.“ Ögmundur hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2014.getty/Nicolas Economou Eftir að hafa leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi færði Ögmundur sig um set til Grikklands 2018 þar sem honum hefur gengið allt í haginn. „Þetta var greinilega heillaskref. Ég sé ekki eftir þessu í dag. Planið var að stimpla mig inn á þessum tveimur árum og vonandi komast í stærra lið. Og það gekk eftir,“ sagði markvörðurinn. Portúgalinn José Sá hefur varið mark Olympiacos undanfarin tvö ár. Svo gæti farið að Ögmundi tæki við markvarðarstöðunni hjá grísku meisturunum af honum. „Markvörðurinn þeirra, sem hefur staðið sig frábærlega, hefur verið orðaður við hin og þessi lið og þeir þá að taka mig í staðinn. Ef það gerist hlýtur maður að fá tækifæri. En þetta er Olympiacos þannig ég geri ráð fyrir því að það verði samkeppni þarna,“ sagði Ögmundur. Tímabilið í Grikklandi stendur enn yfir og Ögmundur klárar það með Larissa. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Lamia 11. júlí og Xanthi viku seinna. Ögmundur segir ekki ljóst hvenær tímabilið 2020-21 hefst og þá flæki það málin að Olympiacos sé enn í Evrópudeildinni. Henni lýkur í ágúst en Ögmundur á ekki von á því að mega spila með Olympiacos þar. Ögmundur á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm Að sögn Ögmundar var ákvörðunin um að fara til Olympiacos ekki tekin með það í huga að auka möguleika hans á að verða aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. „Ég get ekki sagt að það hafi spilað inn í ákvörðunina að fara til Olympiacos. Ég fór bara í Olympiacos því það er risa félag sem sýndi mér áhuga og bauð mér góðan samning. En klárlega eykur þetta möguleika mína í landsliðinu en það verður að koma í ljós,“ sagði Ögmundur að endingu.
Fótbolti Grikkland Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira