Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júlí 2020 11:53 Karl Gústaf Kristinsson, prófessor og yfirmaður sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Vísir/Sigurjón Ólason Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. Starfsfólk á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans var ekki viðbúið því að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar drægi fyrirtækið óvænt úr skimunarverkefninu og því allt í hers höndum á deildinni. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á veirufræðideildinni, í samtali við fréttastofu. Hann sagði að til stæði að funda með öllu starfsfólki deildarinnar klukkan 13.00 í dag um hina óvæntu stöðu og reyna að koma auga á hugsanlega möguleika, ef einhverjir eru, til að leysa málið. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun hefði staðið til að veirufræðideildin myndi taka yfir skimunarverkefnið á landamærunum þegar búið væri að auka afkastagetu og gera úrbætur á húsnæðinu til að koma fyrir nýjum tækjum sem séu nauðsynleg fyrir umfang verkefnisins. Að sögn Karls verður húsnæðið þó ekki tilbúið fyrr en í lok ágúst. Eins og staðan er núna séu framkvæmdir á deildinni í fullum gangi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir Upplýsingafundur mitt í skimunaróvissu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum Landlæknisembættisins í Katrínartúni. 7. júlí 2020 11:30 „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. Starfsfólk á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans var ekki viðbúið því að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar drægi fyrirtækið óvænt úr skimunarverkefninu og því allt í hers höndum á deildinni. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á veirufræðideildinni, í samtali við fréttastofu. Hann sagði að til stæði að funda með öllu starfsfólki deildarinnar klukkan 13.00 í dag um hina óvæntu stöðu og reyna að koma auga á hugsanlega möguleika, ef einhverjir eru, til að leysa málið. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun hefði staðið til að veirufræðideildin myndi taka yfir skimunarverkefnið á landamærunum þegar búið væri að auka afkastagetu og gera úrbætur á húsnæðinu til að koma fyrir nýjum tækjum sem séu nauðsynleg fyrir umfang verkefnisins. Að sögn Karls verður húsnæðið þó ekki tilbúið fyrr en í lok ágúst. Eins og staðan er núna séu framkvæmdir á deildinni í fullum gangi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir Upplýsingafundur mitt í skimunaróvissu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum Landlæknisembættisins í Katrínartúni. 7. júlí 2020 11:30 „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Upplýsingafundur mitt í skimunaróvissu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum Landlæknisembættisins í Katrínartúni. 7. júlí 2020 11:30
„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14
„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30
Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51