Grínarinn Sólmundur Hólm Sólmundarson var gestur Ásgeirs Kolbeinssonar í þættinum Sjáðu á dögunum og fór hann þar yfir sínar uppáhalds kvikmyndir.
Sólmundur var dyravörður í Regnboganum á sínum tíma og lýsir hann starfinu ágætlega. Sóli segist vera með þannig kvikmyndasmekk að kvikmyndir sem hann horfir á þurfa að geta gerst.
Því horfir hann lítið á myndir sem eru yfirnáttúrulegar. Samt sem áður er The Terminator 2: Judgment Day ein af hans uppáhalds kvikmyndum.
Hann var svo hrifinn að hann eignaðist leðurjakka á sínum tíma til að líkjast Arnold Schwarzenegger. Hann mætti eitt sinn í bíóferð með vinum í leðurjakkanum og fékk misjafnar undirtektir frá vinum sínum. Því varð Sóli í raun að leggja jakkanum.
Hér að neðan má sjá yfirferð Sóla Hólm um hans uppáhalds kvikmyndir.