„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 22:30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira