Katrín segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar „ómetanlegt“ Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 16:23 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að ÍE myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi frá og með deginum í dag. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir framlag ÍE hafa verið ómetanlegt. Þeim yrði seint fullþakkað fyrir þátttöku sína enda hefði baráttan við faraldurinn verið mun erfiðari og þungbærari ef þau hefðu ekki boðið fram aðstoð sína. Katrín segist hafa tekið vel í erindi Kára um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis svo hægt væri að byggja upp reynslu og þekkingu til þess að takast á við faraldra framtíðarinnar. Kári sagði hins vegar að Katrínu þætti vandamálið ekki jafn brátt og þeim hjá ÍE. „Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra,“ skrifar Katrín. Katrín segir ákvörðun hafa verið tekna um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir og efla innviði heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Það taki þó sinn tíma. „Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að ÍE myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi frá og með deginum í dag. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir framlag ÍE hafa verið ómetanlegt. Þeim yrði seint fullþakkað fyrir þátttöku sína enda hefði baráttan við faraldurinn verið mun erfiðari og þungbærari ef þau hefðu ekki boðið fram aðstoð sína. Katrín segist hafa tekið vel í erindi Kára um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis svo hægt væri að byggja upp reynslu og þekkingu til þess að takast á við faraldra framtíðarinnar. Kári sagði hins vegar að Katrínu þætti vandamálið ekki jafn brátt og þeim hjá ÍE. „Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra,“ skrifar Katrín. Katrín segir ákvörðun hafa verið tekna um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir og efla innviði heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Það taki þó sinn tíma. „Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45