Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 12:00 Nökkvi Þeyr þarf að fylgjast með sínum mönnum í KA af hliðarlínunni næstu vikurnar. vísir/auðunn Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, er ristarbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Dalvíkingurinn hafði spilað kvalinn í einhvern tíma áður en hann fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hann er ristarbrotinn. „Það er ekki alveg vitað hvenær þetta gerðist. Ég var með verk í ristinni en spilaði í gegnum sársaukann. En hann jókst og jókst þannig ég ákvað að fara í myndatöku. Og þá kom í ljós að ég var fótbrotinn,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi í dag. Hann grunar að hann hafi brotnað í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 20. maí en læknar telja að það gæti hafa gerst enn fyrr, jafnvel í janúar. Ef allt gengur að óskum vonast Nökkvi til að geta byrjað að æfa aftur eftir fjórar vikur. „Læknirinn vildi senda mig beint í aðgerð en þá væri tímabilinu lokið hjá mér. Hinn möguleikinn var að fara í göngugifs, vera í því í fjórar vikur og prófa svo til að sjá hvort ég væri enn með verk. Ef verkurinn er enn til staðar verð ég tvær vikur í viðbót í gifsi og prófa svo aftur. Og ef það gengur ekki fer ég í aðgerð,“ sagði Nökkvi. „Vonandi get ég spilað eftir þessar 4-6 vikur, klárað tímabilið og farið svo í aðgerð. Þeir vilja alltaf senda mig í aðgerð upp á öryggið.“ Nökkvi byrjaði tímabilið af krafti. Dalvíkingurinn skoraði í 3-1 tapinu fyrir ÍA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar og í bikarleiknum gegn Leikni R. skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég bjóst ekkert við því að ég væri fótbrotinn þar sem ég var að spila. Þetta var áfall. Þetta kallast álagsbrot og það hefur eitthvað gefið sig,“ sagði Nökkvi. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er fótbrotinn. Tvíburabróðir hans, Þorri Mar, varð fyrir sömu meiðslum. „Þetta er nákvæmlega sama brot og bróðir minn er með, bara á hinum fætinum. Þetta er bara speglun. Við erum eineggja tvíburar þannig ég gat ekki verið minni maður,“ sagði Nökkvi hlæjandi að lokum. KA gerði 2-2 jafntefli við topplið Breiðabliks í gær. KA-menn eru í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig. Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, er ristarbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Dalvíkingurinn hafði spilað kvalinn í einhvern tíma áður en hann fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hann er ristarbrotinn. „Það er ekki alveg vitað hvenær þetta gerðist. Ég var með verk í ristinni en spilaði í gegnum sársaukann. En hann jókst og jókst þannig ég ákvað að fara í myndatöku. Og þá kom í ljós að ég var fótbrotinn,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi í dag. Hann grunar að hann hafi brotnað í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 20. maí en læknar telja að það gæti hafa gerst enn fyrr, jafnvel í janúar. Ef allt gengur að óskum vonast Nökkvi til að geta byrjað að æfa aftur eftir fjórar vikur. „Læknirinn vildi senda mig beint í aðgerð en þá væri tímabilinu lokið hjá mér. Hinn möguleikinn var að fara í göngugifs, vera í því í fjórar vikur og prófa svo til að sjá hvort ég væri enn með verk. Ef verkurinn er enn til staðar verð ég tvær vikur í viðbót í gifsi og prófa svo aftur. Og ef það gengur ekki fer ég í aðgerð,“ sagði Nökkvi. „Vonandi get ég spilað eftir þessar 4-6 vikur, klárað tímabilið og farið svo í aðgerð. Þeir vilja alltaf senda mig í aðgerð upp á öryggið.“ Nökkvi byrjaði tímabilið af krafti. Dalvíkingurinn skoraði í 3-1 tapinu fyrir ÍA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar og í bikarleiknum gegn Leikni R. skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég bjóst ekkert við því að ég væri fótbrotinn þar sem ég var að spila. Þetta var áfall. Þetta kallast álagsbrot og það hefur eitthvað gefið sig,“ sagði Nökkvi. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er fótbrotinn. Tvíburabróðir hans, Þorri Mar, varð fyrir sömu meiðslum. „Þetta er nákvæmlega sama brot og bróðir minn er með, bara á hinum fætinum. Þetta er bara speglun. Við erum eineggja tvíburar þannig ég gat ekki verið minni maður,“ sagði Nökkvi hlæjandi að lokum. KA gerði 2-2 jafntefli við topplið Breiðabliks í gær. KA-menn eru í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig.
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn