Lögreglumenn í sóttkví ekki fengið greitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 08:27 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Í tilkynningunni segir að BSRB hafi sent öllum lögreglustjórum á landinu bréf þar sem farið er fram á að lögreglumenn sem þurfa að fara í sóttkví vegna gruns um Covid-19 smit verði greitt fyrir þann tíma sem þeir þurfa að vera í sóttkví og vaktafrí frestist þar til þeir eru lausir úr henni. Gera kröfu um að lögreglumenn fái greitt „Lögreglumenn eru framlínufólk í öllum skilningi þess orðs. Þeir mæta almennt fyrstir á vettvang og hafa ekki val um það hvort þeir sinni útkalli þegar eftir þjónustu þeirra er leitað. Þeir eru oftar en ekki ómeðvitaðir um það hvað bíður þeirra og eru berskjaldaðir gagnvart utanaðkomandi ógn eins og smitsjúkdómum,“ segir meðal annars í bréfinu sem lögreglustjórunum var sent. Í tilkynningunni er það sagt með öllu óásættanlegt að framlínustarfsfólki eins og lögreglumönnum sé ekki bættur sá frítími sem þeir séu neyddir til að eyða í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti af lífshættulegum sjúkdómi í starfi sínu. „BSRB gerir þá kröfu að lögreglumenn fái greiddar yfirvinnustundir fyrir þann tíma sem þeir verja í sóttkví utan skilgreindra vakta. Það sé eðlilegt endurgjald fyrir þá áhættu sem þeir taka í sínum störfum og þá staðreynd að þeir glata dýrmætum frítíma af þeim sökum,“ segir að lokum í tilkynningunni, en hana má nálgast í heild sinni hér. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Í tilkynningunni segir að BSRB hafi sent öllum lögreglustjórum á landinu bréf þar sem farið er fram á að lögreglumenn sem þurfa að fara í sóttkví vegna gruns um Covid-19 smit verði greitt fyrir þann tíma sem þeir þurfa að vera í sóttkví og vaktafrí frestist þar til þeir eru lausir úr henni. Gera kröfu um að lögreglumenn fái greitt „Lögreglumenn eru framlínufólk í öllum skilningi þess orðs. Þeir mæta almennt fyrstir á vettvang og hafa ekki val um það hvort þeir sinni útkalli þegar eftir þjónustu þeirra er leitað. Þeir eru oftar en ekki ómeðvitaðir um það hvað bíður þeirra og eru berskjaldaðir gagnvart utanaðkomandi ógn eins og smitsjúkdómum,“ segir meðal annars í bréfinu sem lögreglustjórunum var sent. Í tilkynningunni er það sagt með öllu óásættanlegt að framlínustarfsfólki eins og lögreglumönnum sé ekki bættur sá frítími sem þeir séu neyddir til að eyða í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti af lífshættulegum sjúkdómi í starfi sínu. „BSRB gerir þá kröfu að lögreglumenn fái greiddar yfirvinnustundir fyrir þann tíma sem þeir verja í sóttkví utan skilgreindra vakta. Það sé eðlilegt endurgjald fyrir þá áhættu sem þeir taka í sínum störfum og þá staðreynd að þeir glata dýrmætum frítíma af þeim sökum,“ segir að lokum í tilkynningunni, en hana má nálgast í heild sinni hér.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira