Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:41 Ummerki um eldinn sem kom upp í kjarnorkustöðinni í Natanz á fimmtudag. Írönsk stjórnvöld reyndu í fyrstu að gera lítið úr atvikinu en viðurkenna nú að ný skilvinda hafi verið á meðal þess sem skemmdist. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn. Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn.
Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16