Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:41 Ummerki um eldinn sem kom upp í kjarnorkustöðinni í Natanz á fimmtudag. Írönsk stjórnvöld reyndu í fyrstu að gera lítið úr atvikinu en viðurkenna nú að ný skilvinda hafi verið á meðal þess sem skemmdist. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn. Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn.
Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16