Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 20:00 Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir. Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir.
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira