Íslenski boltinn

Máni um Kristján Flóka: „Hægt að hrósa honum og skamma hann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Flóki fer niður eftir baráttuna við Kára.
Kristján Flóki fer niður eftir baráttuna við Kára. vísir/s2s

Þorkell Máni Pétursson, sparkspekingur, var ósáttur með Kristján Flóka Finnbogason, framherja KR, í rauða spjaldinu sem Kári Árnason fékk í leik KR og Víkinga í gær.

Þrír Víkingar fengu rautt spjald og fyrsta rauða spjaldið fékk Kári í fyrri hálfleik er hann tosaði í Kristján Flóka sem datt.

Kristján Flóki viðurkenndi eftir leikinn að hann hafi látið sig detta nokkuð auðveldlega en hafi þó fundið að Sölvi hafi tosað í sig.

„Ég næ að koma mér fram fyrir hann en mér finnst ég missa boltann of langt frá mér. Ég finn fyrir honum tosa í mig og ég fer frekar auðveldlega niður en það er ekki mitt að dæma hvað á að gera í stöðunni. Við verðum að virða það sem dómarinn gerir,“ sagði Kristján Flóki eftir leikinn.

Máni var sáttur með Kristján Flóka að hafa sagt satt og rétt frá en var ekki sáttur við hann að láta sig falla.

„Það er hægt að hrósa honum og skamma hann. Það er hægt að hrósa honum fyrir að segja eins og þetta er svo við þurfum ekki að meta þetta hérna í sjónvarpinu. Menn gætu verið með alls konar skoðanir einhverjir sérfræðingar og vita ekki hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum.“

„Kristján Flóki segir það sem er að gerast í hausnum á honum og segir: „Ég fór auðveldlega niður“. Hann ætlaði klárlega að gera þetta. Við eigum að treysta að dómararnir séu það góðir og geti dæmt þetta sjálfir,“ sagði Máni um það að leikmenn „þurfi“ að láta sig detta.

Innslagið má sjá hér að ofan.

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin: Máni um rauða spjaldið á Kára

Tengdar fréttir

Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld

Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×