Íslenski boltinn

Sjáðu þegar Davíð Örn hermdi eftir Óskari Erni með til­þrifum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Örn tekur til flugs.
Davíð Örn tekur til flugs. vísir/s2s

Það var mikill hiti í Vesturbænum í dag er Íslandsmeistarar KR unnu 2-0 sigur á bikarmeisturum Víkings.

Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum en þrír miðverðir Víkinga; Halldór Smári Sigurðsson, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen fengu allir reisupassann í leiknum.

Spennustigið var ansi hátt í leiknum en Davíð Örn Atlason og Óskar Örn Hauksson háðu eitt einvígi í fyrri hálfleiknum.

Óskar Örn fékk þá ódýra aukaspyrnu og Davíð Örn var allt annað en sáttur við þann dóm Helga Mikaels Jónssonar, dómara leiksins, og henti sér niður með tilþrifum og lýsti dýfu Óskars.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

Klippa: Davíð Örn og Óskar Örn berjast



Fleiri fréttir

Sjá meira


×