Ósátt með þau áform að þrír búsetukjarnar fyrir fatlað fólk verði í sama hverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2020 20:30 Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar. vísir/Egill Formaður Þroskahjálpar gagnrýnir áform Garðabæjar um að reisa tvo búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í sama hverfinu. Mikilvægt sé að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun svo það hafi val um búsetu. Fyrir er einn búsetukjarni í grenndinni. Fyrirhugað er að reisa tvo nýja búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í Ásahverfinu í Garðabæ. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að bærinn skuli beita sér í húsnæðismálum fólks með fötlun en er ósátt við skipulag og staðsetningu búsetukjarnanna. „Það sem við erum í raun og veru ósátt við er að það eigi bara að búa til einhvers konar ríkisbyggingar þannig að það verði augljóst hvar fatlaða fólkið býr og að þau verði öll sett í sama hverfi,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir mikilvægt að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun á sambærilegan hátt og byggð dreifist almennt. „Við viljum sjá er meiri blöndun. Að fatlað fólk búi til jafns við aðra í hverfum bæjarfélagsins en fái auðvitað þjónustuna sem það þarf vegna fötlunar sinnar,“ sagði Bryndís. Bryndís segir Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk skýran. Fólk með fötlun skuli fá tækifæri til að velja sér búsetustað. „Þar er mjög hart kveðið á um að afstofnanavæða, að það beri að stefna að því. Strangt til tekið er hægt að segja að svona búsetukjarni sé stofnun ekki síst þegar þetta eru orðnar svona margar íbúðir,“ sagði Bryndís. Áætlað er að hver búsetukjarni rými sex til sjö íbúðir. „Það er hægt að minka stofnanaáhrifin með því að hafa færri íbúðir og ég myndi mæla með fjórum, hámark fimm íbúðum í búsetukjarna til að koma í veg fyrir þennan stofnanabrag. Ef ég ætti að ráðleggja forsvarsmönnum Garðabæjar þá myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við þá sem eiga að búa í þessu húsnæði og fara í einhvers konar þarfagreiningu. Svo myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við okkur eða önnur samtök sem hafa gefið sig út fyrir að hafa sérþekkingu á þessum málum og fá ráðgjöf um hvernig best sé að gera þetta,“ sagði Bryndís. Garðabær Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Formaður Þroskahjálpar gagnrýnir áform Garðabæjar um að reisa tvo búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í sama hverfinu. Mikilvægt sé að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun svo það hafi val um búsetu. Fyrir er einn búsetukjarni í grenndinni. Fyrirhugað er að reisa tvo nýja búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í Ásahverfinu í Garðabæ. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að bærinn skuli beita sér í húsnæðismálum fólks með fötlun en er ósátt við skipulag og staðsetningu búsetukjarnanna. „Það sem við erum í raun og veru ósátt við er að það eigi bara að búa til einhvers konar ríkisbyggingar þannig að það verði augljóst hvar fatlaða fólkið býr og að þau verði öll sett í sama hverfi,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir mikilvægt að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun á sambærilegan hátt og byggð dreifist almennt. „Við viljum sjá er meiri blöndun. Að fatlað fólk búi til jafns við aðra í hverfum bæjarfélagsins en fái auðvitað þjónustuna sem það þarf vegna fötlunar sinnar,“ sagði Bryndís. Bryndís segir Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk skýran. Fólk með fötlun skuli fá tækifæri til að velja sér búsetustað. „Þar er mjög hart kveðið á um að afstofnanavæða, að það beri að stefna að því. Strangt til tekið er hægt að segja að svona búsetukjarni sé stofnun ekki síst þegar þetta eru orðnar svona margar íbúðir,“ sagði Bryndís. Áætlað er að hver búsetukjarni rými sex til sjö íbúðir. „Það er hægt að minka stofnanaáhrifin með því að hafa færri íbúðir og ég myndi mæla með fjórum, hámark fimm íbúðum í búsetukjarna til að koma í veg fyrir þennan stofnanabrag. Ef ég ætti að ráðleggja forsvarsmönnum Garðabæjar þá myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við þá sem eiga að búa í þessu húsnæði og fara í einhvers konar þarfagreiningu. Svo myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við okkur eða önnur samtök sem hafa gefið sig út fyrir að hafa sérþekkingu á þessum málum og fá ráðgjöf um hvernig best sé að gera þetta,“ sagði Bryndís.
Garðabær Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira