Ósátt með þau áform að þrír búsetukjarnar fyrir fatlað fólk verði í sama hverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2020 20:30 Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar. vísir/Egill Formaður Þroskahjálpar gagnrýnir áform Garðabæjar um að reisa tvo búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í sama hverfinu. Mikilvægt sé að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun svo það hafi val um búsetu. Fyrir er einn búsetukjarni í grenndinni. Fyrirhugað er að reisa tvo nýja búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í Ásahverfinu í Garðabæ. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að bærinn skuli beita sér í húsnæðismálum fólks með fötlun en er ósátt við skipulag og staðsetningu búsetukjarnanna. „Það sem við erum í raun og veru ósátt við er að það eigi bara að búa til einhvers konar ríkisbyggingar þannig að það verði augljóst hvar fatlaða fólkið býr og að þau verði öll sett í sama hverfi,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir mikilvægt að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun á sambærilegan hátt og byggð dreifist almennt. „Við viljum sjá er meiri blöndun. Að fatlað fólk búi til jafns við aðra í hverfum bæjarfélagsins en fái auðvitað þjónustuna sem það þarf vegna fötlunar sinnar,“ sagði Bryndís. Bryndís segir Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk skýran. Fólk með fötlun skuli fá tækifæri til að velja sér búsetustað. „Þar er mjög hart kveðið á um að afstofnanavæða, að það beri að stefna að því. Strangt til tekið er hægt að segja að svona búsetukjarni sé stofnun ekki síst þegar þetta eru orðnar svona margar íbúðir,“ sagði Bryndís. Áætlað er að hver búsetukjarni rými sex til sjö íbúðir. „Það er hægt að minka stofnanaáhrifin með því að hafa færri íbúðir og ég myndi mæla með fjórum, hámark fimm íbúðum í búsetukjarna til að koma í veg fyrir þennan stofnanabrag. Ef ég ætti að ráðleggja forsvarsmönnum Garðabæjar þá myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við þá sem eiga að búa í þessu húsnæði og fara í einhvers konar þarfagreiningu. Svo myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við okkur eða önnur samtök sem hafa gefið sig út fyrir að hafa sérþekkingu á þessum málum og fá ráðgjöf um hvernig best sé að gera þetta,“ sagði Bryndís. Garðabær Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Formaður Þroskahjálpar gagnrýnir áform Garðabæjar um að reisa tvo búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í sama hverfinu. Mikilvægt sé að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun svo það hafi val um búsetu. Fyrir er einn búsetukjarni í grenndinni. Fyrirhugað er að reisa tvo nýja búsetukjarna fyrir fólk með fötlun í Ásahverfinu í Garðabæ. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að bærinn skuli beita sér í húsnæðismálum fólks með fötlun en er ósátt við skipulag og staðsetningu búsetukjarnanna. „Það sem við erum í raun og veru ósátt við er að það eigi bara að búa til einhvers konar ríkisbyggingar þannig að það verði augljóst hvar fatlaða fólkið býr og að þau verði öll sett í sama hverfi,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Hún segir mikilvægt að dreifa íbúðum fyrir fólk með fötlun á sambærilegan hátt og byggð dreifist almennt. „Við viljum sjá er meiri blöndun. Að fatlað fólk búi til jafns við aðra í hverfum bæjarfélagsins en fái auðvitað þjónustuna sem það þarf vegna fötlunar sinnar,“ sagði Bryndís. Bryndís segir Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk skýran. Fólk með fötlun skuli fá tækifæri til að velja sér búsetustað. „Þar er mjög hart kveðið á um að afstofnanavæða, að það beri að stefna að því. Strangt til tekið er hægt að segja að svona búsetukjarni sé stofnun ekki síst þegar þetta eru orðnar svona margar íbúðir,“ sagði Bryndís. Áætlað er að hver búsetukjarni rými sex til sjö íbúðir. „Það er hægt að minka stofnanaáhrifin með því að hafa færri íbúðir og ég myndi mæla með fjórum, hámark fimm íbúðum í búsetukjarna til að koma í veg fyrir þennan stofnanabrag. Ef ég ætti að ráðleggja forsvarsmönnum Garðabæjar þá myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við þá sem eiga að búa í þessu húsnæði og fara í einhvers konar þarfagreiningu. Svo myndi ég ráðleggja þeim að hafa samband við okkur eða önnur samtök sem hafa gefið sig út fyrir að hafa sérþekkingu á þessum málum og fá ráðgjöf um hvernig best sé að gera þetta,“ sagði Bryndís.
Garðabær Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira