Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, hafnaði í öðru sæti á Leichtathletik-mótinu í Luzern í Sviss í dag. Hún kastaði fjórum sinnum yfir 60 metra en Íslandsmetið er 63,43 metrar, sem hún á sjálf.
Evrópumeistarinn Christin Hussong frá Þýskalandi sigraði mótið en hún kastaði lengst 64,10 metra. Ásdís kastaði lengst 61,32 metra. Sú sem var í þriðja sæti, Annika-Marie Fuchs, kastaði lengst 59,03 metra.
Hér að neðan má sjá úrslitin og köst Ásdísar:
